Minni lyfjanotkun og meiri vellíðan í sérstöku heilabilunarþorpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2024 23:03 Camilla Heier Anglero, einn arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Vísir/Arnar Minni lyfjanotkun, meiri vellíðan og rólegra andrúmsloft er meðal þess sem starfsmenn heilabilunarþorps í Bærum í Noregi hafa orðið varir við í þorpinu. Það er hannað með mannlega nálgun og inngildingu að leiðarljósi. Einn arkítektanna segir tækifæri til að ná slíkum árangri hér á landi. Norræna arkítektúrskrifstofan hannaði fyrir sveitarfélagið Bærum í Noregi heilabilunarþorpið Carpe Diem, sem tekið var í notkun árið 2020. Hugmyndin kemur frá Hollandi og miðar að því að skapa umhverfi sem fólk þekkir, vera heimilislegt, fjölbreytt og litríkt. Um 140 búa í þorpinu, allt fólk með heilabilun. „Þorpinu er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum þótt fólk sé í raun mjög veikt. Það er góður aðgangur að nærliggjandi umhverfi og býður alla í nágrenninu inn. Það er hannað eins og þorp en tryggir öryggi allra íbúanna,“ segir Camilla Heier Anglero, ein arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Klippa: Mannleg nálgun og inngilding Camilla var stödd hér á landi á dögunum til að kynna verkefnið á Hönnunarmars. Hún nefnir sem dæmi að útisvæðið sé opið og fjölbreytt, sem skipti miklu máli. „Þarna eru fjölmargir aðliggjandi garðar og möguleiki á ýmiskonar upplifun. Fólk getur gengið um úti og upplifað ferskt útiloftið,“ segir Camilla. „Í verri stofnunum hímir fólk kannski bara á göngunum. Hjá okkur getur fólk gengið um og upplifað ýmislegt. Staldrað við á torginu og fengið sér kaffibolla og haldið svo áfram og upplifað margt annað.“ Hún segir starfsmenn þorpsins hafa tekið eftir áhrifum þessarar nálgunar á hönnun þess. „Starfsfólkið hefur tekið eftir því að streitustigið er mun minna og lyfjagjöf fer minnkandi. Fólk er rólegra en ella og veikindaforföll starfsfólks eru ekki eins tíð, “ segir hún og vonar að þessi nálgun verði innleidd hér á landi. „Ég veit að þið eruð að skipuleggja hjúkrunarheimili og hafið samið handbók til að tryggja gæðin en engin heilabilunarþorp eru á teikniborðinu eða hugmyndir eins og Carpe Diem hér. Við vonum því að geta sett upp tilraunaverkefni hér.“ Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Noregur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Norræna arkítektúrskrifstofan hannaði fyrir sveitarfélagið Bærum í Noregi heilabilunarþorpið Carpe Diem, sem tekið var í notkun árið 2020. Hugmyndin kemur frá Hollandi og miðar að því að skapa umhverfi sem fólk þekkir, vera heimilislegt, fjölbreytt og litríkt. Um 140 búa í þorpinu, allt fólk með heilabilun. „Þorpinu er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum þótt fólk sé í raun mjög veikt. Það er góður aðgangur að nærliggjandi umhverfi og býður alla í nágrenninu inn. Það er hannað eins og þorp en tryggir öryggi allra íbúanna,“ segir Camilla Heier Anglero, ein arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Klippa: Mannleg nálgun og inngilding Camilla var stödd hér á landi á dögunum til að kynna verkefnið á Hönnunarmars. Hún nefnir sem dæmi að útisvæðið sé opið og fjölbreytt, sem skipti miklu máli. „Þarna eru fjölmargir aðliggjandi garðar og möguleiki á ýmiskonar upplifun. Fólk getur gengið um úti og upplifað ferskt útiloftið,“ segir Camilla. „Í verri stofnunum hímir fólk kannski bara á göngunum. Hjá okkur getur fólk gengið um og upplifað ýmislegt. Staldrað við á torginu og fengið sér kaffibolla og haldið svo áfram og upplifað margt annað.“ Hún segir starfsmenn þorpsins hafa tekið eftir áhrifum þessarar nálgunar á hönnun þess. „Starfsfólkið hefur tekið eftir því að streitustigið er mun minna og lyfjagjöf fer minnkandi. Fólk er rólegra en ella og veikindaforföll starfsfólks eru ekki eins tíð, “ segir hún og vonar að þessi nálgun verði innleidd hér á landi. „Ég veit að þið eruð að skipuleggja hjúkrunarheimili og hafið samið handbók til að tryggja gæðin en engin heilabilunarþorp eru á teikniborðinu eða hugmyndir eins og Carpe Diem hér. Við vonum því að geta sett upp tilraunaverkefni hér.“
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Noregur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira