Minni lyfjanotkun og meiri vellíðan í sérstöku heilabilunarþorpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2024 23:03 Camilla Heier Anglero, einn arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Vísir/Arnar Minni lyfjanotkun, meiri vellíðan og rólegra andrúmsloft er meðal þess sem starfsmenn heilabilunarþorps í Bærum í Noregi hafa orðið varir við í þorpinu. Það er hannað með mannlega nálgun og inngildingu að leiðarljósi. Einn arkítektanna segir tækifæri til að ná slíkum árangri hér á landi. Norræna arkítektúrskrifstofan hannaði fyrir sveitarfélagið Bærum í Noregi heilabilunarþorpið Carpe Diem, sem tekið var í notkun árið 2020. Hugmyndin kemur frá Hollandi og miðar að því að skapa umhverfi sem fólk þekkir, vera heimilislegt, fjölbreytt og litríkt. Um 140 búa í þorpinu, allt fólk með heilabilun. „Þorpinu er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum þótt fólk sé í raun mjög veikt. Það er góður aðgangur að nærliggjandi umhverfi og býður alla í nágrenninu inn. Það er hannað eins og þorp en tryggir öryggi allra íbúanna,“ segir Camilla Heier Anglero, ein arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Klippa: Mannleg nálgun og inngilding Camilla var stödd hér á landi á dögunum til að kynna verkefnið á Hönnunarmars. Hún nefnir sem dæmi að útisvæðið sé opið og fjölbreytt, sem skipti miklu máli. „Þarna eru fjölmargir aðliggjandi garðar og möguleiki á ýmiskonar upplifun. Fólk getur gengið um úti og upplifað ferskt útiloftið,“ segir Camilla. „Í verri stofnunum hímir fólk kannski bara á göngunum. Hjá okkur getur fólk gengið um og upplifað ýmislegt. Staldrað við á torginu og fengið sér kaffibolla og haldið svo áfram og upplifað margt annað.“ Hún segir starfsmenn þorpsins hafa tekið eftir áhrifum þessarar nálgunar á hönnun þess. „Starfsfólkið hefur tekið eftir því að streitustigið er mun minna og lyfjagjöf fer minnkandi. Fólk er rólegra en ella og veikindaforföll starfsfólks eru ekki eins tíð, “ segir hún og vonar að þessi nálgun verði innleidd hér á landi. „Ég veit að þið eruð að skipuleggja hjúkrunarheimili og hafið samið handbók til að tryggja gæðin en engin heilabilunarþorp eru á teikniborðinu eða hugmyndir eins og Carpe Diem hér. Við vonum því að geta sett upp tilraunaverkefni hér.“ Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Noregur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Norræna arkítektúrskrifstofan hannaði fyrir sveitarfélagið Bærum í Noregi heilabilunarþorpið Carpe Diem, sem tekið var í notkun árið 2020. Hugmyndin kemur frá Hollandi og miðar að því að skapa umhverfi sem fólk þekkir, vera heimilislegt, fjölbreytt og litríkt. Um 140 búa í þorpinu, allt fólk með heilabilun. „Þorpinu er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum þótt fólk sé í raun mjög veikt. Það er góður aðgangur að nærliggjandi umhverfi og býður alla í nágrenninu inn. Það er hannað eins og þorp en tryggir öryggi allra íbúanna,“ segir Camilla Heier Anglero, ein arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Klippa: Mannleg nálgun og inngilding Camilla var stödd hér á landi á dögunum til að kynna verkefnið á Hönnunarmars. Hún nefnir sem dæmi að útisvæðið sé opið og fjölbreytt, sem skipti miklu máli. „Þarna eru fjölmargir aðliggjandi garðar og möguleiki á ýmiskonar upplifun. Fólk getur gengið um úti og upplifað ferskt útiloftið,“ segir Camilla. „Í verri stofnunum hímir fólk kannski bara á göngunum. Hjá okkur getur fólk gengið um og upplifað ýmislegt. Staldrað við á torginu og fengið sér kaffibolla og haldið svo áfram og upplifað margt annað.“ Hún segir starfsmenn þorpsins hafa tekið eftir áhrifum þessarar nálgunar á hönnun þess. „Starfsfólkið hefur tekið eftir því að streitustigið er mun minna og lyfjagjöf fer minnkandi. Fólk er rólegra en ella og veikindaforföll starfsfólks eru ekki eins tíð, “ segir hún og vonar að þessi nálgun verði innleidd hér á landi. „Ég veit að þið eruð að skipuleggja hjúkrunarheimili og hafið samið handbók til að tryggja gæðin en engin heilabilunarþorp eru á teikniborðinu eða hugmyndir eins og Carpe Diem hér. Við vonum því að geta sett upp tilraunaverkefni hér.“
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Noregur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira