Það verður ekki bæði sleppt og haldið Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 15:30 Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á ,,góðri’’ leið með að skella á gólfið. Nokkrir að auki hafa verið frá vinnu vegna líkamlegra áverka og í kjölfarið sjúkrahúslegu, vegna nemenda. Nokkrir hafa náð að halda sjó með því að hætta með umsjón. Flest eru þetta kennarar. Næstum öll konur. Þau sem dottið hafa út af vinnumarkaði en eru mætt aftur, græða munn fyrir neðan nefið. Fara að setja kröfur og mörk. ,,Ertu ekkert hrædd um að stjórnendur álíti að þú ráðir ekki við starfið ef þú segist þurfa aukinn stuðning inn í bekkinn?’’ sagði ég við eina ljónynju. ,,Það ræður enginn við þetta starf. Þannig að, nei! Ég er ekkert hrædd við það.’’ En hvers vegna er ég í þessu starfi? Ástæðan er sú að milli þess sem ég er að bugast þá er einstaklega gefandi að vinna að því að byggja upp, styðja og styrkja börn. En dugar það til? Það er stóra spurningin sem margir kennarar velta fyrir sér. Það hjálpar ekki þegar upp koma mál sem minnka getu þeirra sem starfa í skólum til að takast á við aðstæður. Nægir þar að nefna nýlegan dóm um ,,röng viðbrögð’’ iðjuþjálfa, þegar hún hélt nemanda eftir að hann lamdi hana og sparkaði í hana. Slíkir dómar auka á það ráðaleysi sem oft ríkir í grunnskólum vegna agamála. Þess vegna þurfa kennarar fullan stuðning og viðveru annars fullorðins fagaðila inn í bekki. Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á ,,góðri’’ leið með að skella á gólfið. Nokkrir að auki hafa verið frá vinnu vegna líkamlegra áverka og í kjölfarið sjúkrahúslegu, vegna nemenda. Nokkrir hafa náð að halda sjó með því að hætta með umsjón. Flest eru þetta kennarar. Næstum öll konur. Þau sem dottið hafa út af vinnumarkaði en eru mætt aftur, græða munn fyrir neðan nefið. Fara að setja kröfur og mörk. ,,Ertu ekkert hrædd um að stjórnendur álíti að þú ráðir ekki við starfið ef þú segist þurfa aukinn stuðning inn í bekkinn?’’ sagði ég við eina ljónynju. ,,Það ræður enginn við þetta starf. Þannig að, nei! Ég er ekkert hrædd við það.’’ En hvers vegna er ég í þessu starfi? Ástæðan er sú að milli þess sem ég er að bugast þá er einstaklega gefandi að vinna að því að byggja upp, styðja og styrkja börn. En dugar það til? Það er stóra spurningin sem margir kennarar velta fyrir sér. Það hjálpar ekki þegar upp koma mál sem minnka getu þeirra sem starfa í skólum til að takast á við aðstæður. Nægir þar að nefna nýlegan dóm um ,,röng viðbrögð’’ iðjuþjálfa, þegar hún hélt nemanda eftir að hann lamdi hana og sparkaði í hana. Slíkir dómar auka á það ráðaleysi sem oft ríkir í grunnskólum vegna agamála. Þess vegna þurfa kennarar fullan stuðning og viðveru annars fullorðins fagaðila inn í bekki. Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar