Greiðir 2000 krónur á dag í vexti á meðan beðið er eftir Þórkötlu Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. apríl 2024 19:04 Grindvíkingar vilja eignir sínar keyptar strax, meira að segja börnin. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu. Krafan er einföld, þeir vilja fá greitt strax. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær og ríflega hundrað manns lögðu leið sína á Austurvöll. Fréttamaður tók nokkra Grindvíkinga tali. Hverjar eru kröfurnar, af hverju eruð þið hérna? „Bara að fá borgað núna strax út úr Þórkötlu. Þetta er búið að taka alveg rosalega langan tíma og mörg okkar eru með skuldbindingar sem við þurfum að standa við. Ég til dæmis þarf að borga tvö þúsund krónur á hverjum einasta degi í vexti af yfirdráttarheimild sem ég tók til að geta keypt mér húsnæði. Ég ætlaðist til þess að vera með þessa yfirdráttarheimild í einhverja daga, en núna er ég búin að vera með hana í tvo mánuði,“ segir Andrea Ævarsdóttir. Grindvíkingar telja vinnubrögð Þórkötlu ekki upp á marga fiska.Vísir/Vilhelm Býr inni á pabba Birna Rún Arnarsdóttir hefur búið ásamt stórri fjölskyldu sinni inni á pabba hennar Arnari síðan rýma þurfti Grindavík. „Við erum búin að vera sjúklega heppin í þessu ferli en engu að síður er kominn tími á að við getum keypt okkur nýtt.“ Þessum Grindvíkingi þykir Þórkatala hafa valdið meiri skaða en sjálf eldgosin.Vísir/Vilhelm Ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið Ljóst er að uppkaup á mörg hundruð eignum Grindvíkinga eru umfangsmikið verkefni. Andrea segir að leysa hefði verkefnið með einfaldari hætti. Nú hafi ekki verið tíminn til þess að búa til nýja rafræna lausn. Grindvíkingar hefðu glaðir gengið frá sínum málum upp á gamla mátann. „Við getum alveg gert þetta á pappírum. Þetta er ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær og ríflega hundrað manns lögðu leið sína á Austurvöll. Fréttamaður tók nokkra Grindvíkinga tali. Hverjar eru kröfurnar, af hverju eruð þið hérna? „Bara að fá borgað núna strax út úr Þórkötlu. Þetta er búið að taka alveg rosalega langan tíma og mörg okkar eru með skuldbindingar sem við þurfum að standa við. Ég til dæmis þarf að borga tvö þúsund krónur á hverjum einasta degi í vexti af yfirdráttarheimild sem ég tók til að geta keypt mér húsnæði. Ég ætlaðist til þess að vera með þessa yfirdráttarheimild í einhverja daga, en núna er ég búin að vera með hana í tvo mánuði,“ segir Andrea Ævarsdóttir. Grindvíkingar telja vinnubrögð Þórkötlu ekki upp á marga fiska.Vísir/Vilhelm Býr inni á pabba Birna Rún Arnarsdóttir hefur búið ásamt stórri fjölskyldu sinni inni á pabba hennar Arnari síðan rýma þurfti Grindavík. „Við erum búin að vera sjúklega heppin í þessu ferli en engu að síður er kominn tími á að við getum keypt okkur nýtt.“ Þessum Grindvíkingi þykir Þórkatala hafa valdið meiri skaða en sjálf eldgosin.Vísir/Vilhelm Ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið Ljóst er að uppkaup á mörg hundruð eignum Grindvíkinga eru umfangsmikið verkefni. Andrea segir að leysa hefði verkefnið með einfaldari hætti. Nú hafi ekki verið tíminn til þess að búa til nýja rafræna lausn. Grindvíkingar hefðu glaðir gengið frá sínum málum upp á gamla mátann. „Við getum alveg gert þetta á pappírum. Þetta er ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira