Vinnuskólabörnin fá loksins launahækkun Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 16:16 Starfsmenn vinnuskóla Reykjavíkur að störfum í Hólavallakirkjugarði. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hækka laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólabörnin fá því sína fyrstu launahækkun í tvö ár. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú. Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú.
Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira