Vinnuskólabörnin fá loksins launahækkun Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 16:16 Starfsmenn vinnuskóla Reykjavíkur að störfum í Hólavallakirkjugarði. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hækka laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólabörnin fá því sína fyrstu launahækkun í tvö ár. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú. Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú.
Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Sjá meira