Tímamót fyrir mannréttindi og loftslagsvána Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 9. apríl 2024 14:00 Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar