Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 20:24 Tölvuteiknuð mynd sýnir færanlegt sýningarrými sem Perla norðursins vill reisa við norðvesturhlið Perlunnar. Perla norðursins Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samning við eignarhaldsfélagið Perlu norðursins ehf. um afnot af rúmlega hundrað fermetra svæði norðvestan við Perluna sem félagið vill nýta undir færanlegt sýningarrými. Perla norðursins hefur á leigu húsnæði borgarinnar í Perlunni undir sýningar. Sýningarrýmið á að hýsa eldfjallasýningu sem ber vinnuheitið „Inn í eldfjallið“ á ensku (e. Into the volcano). Í því eigi gestir að upplifa ferð að virku eldfjalli á Reykjanesi og þaðan niður á um tvö þúsund metra dýpi ofan í jörðina. Lagt er til að afnotasamningur verði tímabundinn í tilraunaskyni til þriggja ára samkvæmt bréfi eignaskrifstofu borgarinnar sem var lagt fyrir borgarráð í gær. Perla norðursins stendur undir öllum kostnaði við framkvæmdina og greiðir borginni milljón krónur í leigu á ári samkvæmt samningnum. Teikning af því hvernig sýningarrýmið undir eldfjallasýninguna gæti litið út. Það á að vera í formi lyftu sem sígur niður í gegnum jarðlög þúsundir metra undir yfirborði jarðar.Perla norðursins Ferðast gegnum jarlög niður á kviku Hugmynd að sýningunni sem kemur fram í frumdrögum sem voru lögð fyrir borgarráð með afnotasamningnum gengur út á að gestir upplifi að þeir fari niður í einhvers konar lyftu í gegnum jarðalagastaflann niður á um þúsund til tvö þúsund kílómetra dýpi. Ferðin á að hefjast við gjósandi eldfjall með kvikustrókum, gosmekki og rennandi hrauni í grennd við Grindavík, annað hvort Fagradalsfjall eða Sundhnúkagíga. Hún á að taka sjö mínútur. Á leiðinni niður fái gestir kynningu á ólíkum jarðlögum, þar á meðal sögulegum hraunlögum, en ferðin á að enda þegar komið er niður í glóandi kviku á meira en þúsund metra dýpi. Sjónvarpsskjáir eiga að sýna hvers konar jarðlög lyftan fer í gegnum og mælar sýna hversu djúpt hún er stödd, hvernig hitinn í berginu vex með auknu dýpi og skjálftavirkni. Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31 Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samning við eignarhaldsfélagið Perlu norðursins ehf. um afnot af rúmlega hundrað fermetra svæði norðvestan við Perluna sem félagið vill nýta undir færanlegt sýningarrými. Perla norðursins hefur á leigu húsnæði borgarinnar í Perlunni undir sýningar. Sýningarrýmið á að hýsa eldfjallasýningu sem ber vinnuheitið „Inn í eldfjallið“ á ensku (e. Into the volcano). Í því eigi gestir að upplifa ferð að virku eldfjalli á Reykjanesi og þaðan niður á um tvö þúsund metra dýpi ofan í jörðina. Lagt er til að afnotasamningur verði tímabundinn í tilraunaskyni til þriggja ára samkvæmt bréfi eignaskrifstofu borgarinnar sem var lagt fyrir borgarráð í gær. Perla norðursins stendur undir öllum kostnaði við framkvæmdina og greiðir borginni milljón krónur í leigu á ári samkvæmt samningnum. Teikning af því hvernig sýningarrýmið undir eldfjallasýninguna gæti litið út. Það á að vera í formi lyftu sem sígur niður í gegnum jarðlög þúsundir metra undir yfirborði jarðar.Perla norðursins Ferðast gegnum jarlög niður á kviku Hugmynd að sýningunni sem kemur fram í frumdrögum sem voru lögð fyrir borgarráð með afnotasamningnum gengur út á að gestir upplifi að þeir fari niður í einhvers konar lyftu í gegnum jarðalagastaflann niður á um þúsund til tvö þúsund kílómetra dýpi. Ferðin á að hefjast við gjósandi eldfjall með kvikustrókum, gosmekki og rennandi hrauni í grennd við Grindavík, annað hvort Fagradalsfjall eða Sundhnúkagíga. Hún á að taka sjö mínútur. Á leiðinni niður fái gestir kynningu á ólíkum jarðlögum, þar á meðal sögulegum hraunlögum, en ferðin á að enda þegar komið er niður í glóandi kviku á meira en þúsund metra dýpi. Sjónvarpsskjáir eiga að sýna hvers konar jarðlög lyftan fer í gegnum og mælar sýna hversu djúpt hún er stödd, hvernig hitinn í berginu vex með auknu dýpi og skjálftavirkni.
Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31 Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31
Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44