Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 14:26 Brotaþolar eru fjörutíu talsins. Vísir Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í mansalsmáli tengdu veitingastöðum Pho Vietnam hefur verið framlengt um tvær vikur. Aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir rannsókn miða vel en umfang gagna sé mikið og því hægur gangur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt kröfuna og verða þremenningarnir - Davíð Viðarsson eigandi Pho Vietnam, kærasta hans og bróðir - í gæsluvarðhaldi til 9. apríl. Davíð situr áfram í einangrun. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu að búið sé að úrskurða fólkið í áframhaldandi gæsluvarðhald. Þá staðfestir hún að fjórir brotaþolanna í málinu, sem í heildina eru um fjörutíu talsins, hafi verið yfirheyrðir fyrir dómi eins og greint var frá á RÚV fyrr í dag. „Þau gætu farið eða eitthvað slíkt. Þetta snýst um það að tryggja kannski eitthvað. Þau eru ekki í farbanni, enda brotaþolar. Þetta er bara til að tryggja að við höfum eitthvað, ef eitthvað breytist,“ segir Elín Agnes. Ekki hefur fjölgað í hópi sakborninga að sögn Elínar Agnesar en þeir eru í heildina níu talsins. Sex voru upprunalega úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þremur hefur verið sleppt. „Rannsóknin gengur nokkuð vel miðað við allt og allt. Þetta er mikið magn af gögnum til að fara yfir og það tekur tíma,“ segir Elín Agnes. Mál Davíðs Viðarssonar Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærustuparið og bróðirinn enn í haldi Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 24. mars 2024 11:19 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt kröfuna og verða þremenningarnir - Davíð Viðarsson eigandi Pho Vietnam, kærasta hans og bróðir - í gæsluvarðhaldi til 9. apríl. Davíð situr áfram í einangrun. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu að búið sé að úrskurða fólkið í áframhaldandi gæsluvarðhald. Þá staðfestir hún að fjórir brotaþolanna í málinu, sem í heildina eru um fjörutíu talsins, hafi verið yfirheyrðir fyrir dómi eins og greint var frá á RÚV fyrr í dag. „Þau gætu farið eða eitthvað slíkt. Þetta snýst um það að tryggja kannski eitthvað. Þau eru ekki í farbanni, enda brotaþolar. Þetta er bara til að tryggja að við höfum eitthvað, ef eitthvað breytist,“ segir Elín Agnes. Ekki hefur fjölgað í hópi sakborninga að sögn Elínar Agnesar en þeir eru í heildina níu talsins. Sex voru upprunalega úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þremur hefur verið sleppt. „Rannsóknin gengur nokkuð vel miðað við allt og allt. Þetta er mikið magn af gögnum til að fara yfir og það tekur tíma,“ segir Elín Agnes.
Mál Davíðs Viðarssonar Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærustuparið og bróðirinn enn í haldi Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 24. mars 2024 11:19 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kærustuparið og bróðirinn enn í haldi Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 24. mars 2024 11:19
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00
Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31