Fær engar slysabætur eftir að hafa ekið réttindalaus og „frosið“ á fjórhjólinu Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2024 13:34 Slysið varð á vegslóða út af Suðurstandarvegi við Grindavík í júlí 2021. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið VÍS og ferðaþjónustufyrirtækið Fjórhjólaævintýri af bótakröfu ungrar konu sem lenti í slysi í fjórhjólaferð á vegslóða við Suðurstrandarveg árið 2021. Dómarinn í málinu mat konuna hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi enda hafi hún ekki verið komin með ökuréttindi þegar slysið varð. Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður. Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður.
Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira