Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. mars 2024 11:25 Ómar Valdimarsson, til vinstri, birti persónuupplýsingar umbjóðenda sinna og tölvupóstsamskipti við þau. Einar Hugi Bjarnason, til hægri, hefur tekið að sér hagsmunagæslu fyrir hönd fólksins og segir þau íhuga að kæra Ómar fyrir birtinguna. Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. Vísir fjallaði um dóm sem féll 28. febrúar í máli Hrafntinnu Eirar Hermóðsdóttur og Ágústs Leós Björnssonar gegn flugfélaginu Neos vegna ógreiddra flugbóta en parið var þar dæmt til að greiða 350 þúsund króna málskostnað. Þegar blaðamaður hafði samband við parið fyrir viku síðan komu þau af fjöllum, vissu ekki að málið hefði farið fyrir dóm og höfðu ekkert heyrt frá Flugbótum. Formaður Lögmannafélagsins sagði það ekki eiga að gerast að fólk viti ekki af dómsmálum sem höfðuð eru í þeirra nafni. Eigandi Flugbóta, lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson, svaraði nokkrum dögum síðar fyrir sig á Facebook. Hann sagði parið skorta lesskilning og birti skjáskot af samskiptum sínum við þau sér til rökstuðnings. Einnig gagnrýndi hann formann Lögmannafélagsins fyrir að tjá sig um málið án vitenskju um málsatriði. Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður við Lögfræðistofu Reykjavíkur, hefur tekið að sér hagsmunagæslu fyrir parið og greinir frá stöðu málsins í samtali við fréttastofu. Hann segir heildarsögu samskipta parsins við Ómar ekki hafa komið fyllilega skýrt fram og rekur hana. Hafði umboð til að höfða dómsmál ef þörf krefði Parið hafi leitað til Flugbóta við innheimta bóta á hendur flugfélaginu Neos og gengið undir skilmála á vefsvæði Flugbóta.is þar sem lögmanni er veitt umboð „til að höfða dómsmál ef þörf krefur“. „Áður en málið var þingfest bauð flugfélagið fulla greiðslu höfuðstóls kröfunnar, gegn því að lögmaðurinn framvísaði umboði um að honum væri heimilt að taka við greiðslu fyrir hönd Ágústar og Hrafntinnu. Án samráðs við umbjóðendur mína hafnaði lögmaðurinn þessu boði,“ segir Einar Hugi. Flugfélagið hafi ítrekað boð sitt og boðið greiðslu vaxta til að stuðla að farsælli lausn málsins. „Lögmaðurinn hafnaði þessu boði, enn án samráðs við umbjóðendur mína, og kvaðst ekki reiðbúinn að ljúka málinu nema málskostnaður yrði einnig greiddur,“ segir Einar. Einar segir að Ómar hafi höfðað dómsmál gegn flugfélaginu án þess að upplýsa umbjóðendur um sáttaboð flugfélagsins „hvað þá að óska eftir samþykki fyrir málshöfðun, líkt og viðtekin venja er, áður en dómsmál eru höfðuð.“ Þetta eigi sér í lagi við í dómsmálum sem þessum þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru mun lægri en fyrirsjáanlegur kostnaður. „Þegar dómur gekk í málinu hafði lögmaðurinn svo ekki fyrir því að tilkynna umbjóðendum mínum um niðurstöðuna heldur fregnuðu þau af málalyktum með símtali frá blaðamanni þar sem þau eru upplýst um að málið hefði tapast og að þau hefðu verið dæmd til greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 350.000 krónur.“ Birti samskipti sín við parið Einar segir að í kjölfar viðtals við parið á Vísi hafi Ómar sett sig í samband við þau með töluvpósti og hótað „þeim málsókn dragi þau ummæli sín ekki til baka og á auk þess í hótunum við móður annars umbjóðanda míns.“ Eftir þau samskipti hafi hann „birt færslu á Facebook þar sem hann rekur málið út frá sínum bæjardyrum, talar niður til fyrrum skjólstæðinga sinna og birtir skrifleg samskipti sín við þau ásamt ljósmynd af vegabréfi annars umbjóðanda míns,“ segir Einar. Facebook færslan hafi núna verið lagfærð og ljósmynd af vegabréfi tekin út. Hins vegar standi eftir skrifleg trúnaðarsamskipti parsins við lögmanninn og þau orð sem hann láti falla í þeirra garð. „Þetta er ámælisvert í ljósi þess trúnaðartrausts og þagnarskyldu sem ríkir milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra og gildir þó að lögmaður hafi lokið störfum fyrir viðkomandi skjólstæðing,“ segir Einar. Íhuga næstu skref Einar segir umbjóðendur sína nú íhuga næstu skref í málinu, þar með talið hvort ástæða sé til að kvarta yfir háttsemi lögmannsins til úrskurðarnefndar lögmanna og persónuverndar. „Á þeim vettvangi fæst úr því skorið hvort lögmaðurinn hafi brotið af sér í störfum sínum fyrir umbjóðendur mína, þ.m.t. siðareglur lögmanna, lögmannalög, persónuverndarlög og lagareglur um friðhelgi einkalífs,“ segir Einar. „Þá íhuga umbjóðendur mínir hvort að ástæða sé til að kæra birtingu lögmannsins á viðkvæmum persónuupplýsingum þeirra á Facebook til lögreglu en samkvæmt 228. gr. almennra hegningarlaga er refsivert að brjóta gegn friðhelgi einkalífs m.a. með því að birta í heimildarleysi gögn um einkamálefni viðkomandi,“ segir hann. Hvenær heldurðu að það verði? „Ég hugsa að ákvöðun um það verði tekin fyrir vikulok,“ segir Einar að lokum. Hefur þú sögu að segja? Hefur þér verið hótað málsókn af lögmanni? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Persónuvernd Neytendur Lögmennska Fréttir af flugi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Vísir fjallaði um dóm sem féll 28. febrúar í máli Hrafntinnu Eirar Hermóðsdóttur og Ágústs Leós Björnssonar gegn flugfélaginu Neos vegna ógreiddra flugbóta en parið var þar dæmt til að greiða 350 þúsund króna málskostnað. Þegar blaðamaður hafði samband við parið fyrir viku síðan komu þau af fjöllum, vissu ekki að málið hefði farið fyrir dóm og höfðu ekkert heyrt frá Flugbótum. Formaður Lögmannafélagsins sagði það ekki eiga að gerast að fólk viti ekki af dómsmálum sem höfðuð eru í þeirra nafni. Eigandi Flugbóta, lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson, svaraði nokkrum dögum síðar fyrir sig á Facebook. Hann sagði parið skorta lesskilning og birti skjáskot af samskiptum sínum við þau sér til rökstuðnings. Einnig gagnrýndi hann formann Lögmannafélagsins fyrir að tjá sig um málið án vitenskju um málsatriði. Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður við Lögfræðistofu Reykjavíkur, hefur tekið að sér hagsmunagæslu fyrir parið og greinir frá stöðu málsins í samtali við fréttastofu. Hann segir heildarsögu samskipta parsins við Ómar ekki hafa komið fyllilega skýrt fram og rekur hana. Hafði umboð til að höfða dómsmál ef þörf krefði Parið hafi leitað til Flugbóta við innheimta bóta á hendur flugfélaginu Neos og gengið undir skilmála á vefsvæði Flugbóta.is þar sem lögmanni er veitt umboð „til að höfða dómsmál ef þörf krefur“. „Áður en málið var þingfest bauð flugfélagið fulla greiðslu höfuðstóls kröfunnar, gegn því að lögmaðurinn framvísaði umboði um að honum væri heimilt að taka við greiðslu fyrir hönd Ágústar og Hrafntinnu. Án samráðs við umbjóðendur mína hafnaði lögmaðurinn þessu boði,“ segir Einar Hugi. Flugfélagið hafi ítrekað boð sitt og boðið greiðslu vaxta til að stuðla að farsælli lausn málsins. „Lögmaðurinn hafnaði þessu boði, enn án samráðs við umbjóðendur mína, og kvaðst ekki reiðbúinn að ljúka málinu nema málskostnaður yrði einnig greiddur,“ segir Einar. Einar segir að Ómar hafi höfðað dómsmál gegn flugfélaginu án þess að upplýsa umbjóðendur um sáttaboð flugfélagsins „hvað þá að óska eftir samþykki fyrir málshöfðun, líkt og viðtekin venja er, áður en dómsmál eru höfðuð.“ Þetta eigi sér í lagi við í dómsmálum sem þessum þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru mun lægri en fyrirsjáanlegur kostnaður. „Þegar dómur gekk í málinu hafði lögmaðurinn svo ekki fyrir því að tilkynna umbjóðendum mínum um niðurstöðuna heldur fregnuðu þau af málalyktum með símtali frá blaðamanni þar sem þau eru upplýst um að málið hefði tapast og að þau hefðu verið dæmd til greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 350.000 krónur.“ Birti samskipti sín við parið Einar segir að í kjölfar viðtals við parið á Vísi hafi Ómar sett sig í samband við þau með töluvpósti og hótað „þeim málsókn dragi þau ummæli sín ekki til baka og á auk þess í hótunum við móður annars umbjóðanda míns.“ Eftir þau samskipti hafi hann „birt færslu á Facebook þar sem hann rekur málið út frá sínum bæjardyrum, talar niður til fyrrum skjólstæðinga sinna og birtir skrifleg samskipti sín við þau ásamt ljósmynd af vegabréfi annars umbjóðanda míns,“ segir Einar. Facebook færslan hafi núna verið lagfærð og ljósmynd af vegabréfi tekin út. Hins vegar standi eftir skrifleg trúnaðarsamskipti parsins við lögmanninn og þau orð sem hann láti falla í þeirra garð. „Þetta er ámælisvert í ljósi þess trúnaðartrausts og þagnarskyldu sem ríkir milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra og gildir þó að lögmaður hafi lokið störfum fyrir viðkomandi skjólstæðing,“ segir Einar. Íhuga næstu skref Einar segir umbjóðendur sína nú íhuga næstu skref í málinu, þar með talið hvort ástæða sé til að kvarta yfir háttsemi lögmannsins til úrskurðarnefndar lögmanna og persónuverndar. „Á þeim vettvangi fæst úr því skorið hvort lögmaðurinn hafi brotið af sér í störfum sínum fyrir umbjóðendur mína, þ.m.t. siðareglur lögmanna, lögmannalög, persónuverndarlög og lagareglur um friðhelgi einkalífs,“ segir Einar. „Þá íhuga umbjóðendur mínir hvort að ástæða sé til að kæra birtingu lögmannsins á viðkvæmum persónuupplýsingum þeirra á Facebook til lögreglu en samkvæmt 228. gr. almennra hegningarlaga er refsivert að brjóta gegn friðhelgi einkalífs m.a. með því að birta í heimildarleysi gögn um einkamálefni viðkomandi,“ segir hann. Hvenær heldurðu að það verði? „Ég hugsa að ákvöðun um það verði tekin fyrir vikulok,“ segir Einar að lokum. Hefur þú sögu að segja? Hefur þér verið hótað málsókn af lögmanni? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Hefur þú sögu að segja? Hefur þér verið hótað málsókn af lögmanni? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Persónuvernd Neytendur Lögmennska Fréttir af flugi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira