Hvað á ég að gera? Rannveig Hafsteinsdóttir skrifar 17. mars 2024 13:00 Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum. Á vegi mínum mæti ég eldri hjónum. Og svo öðrum. Og svo öðrum. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að maður mæti eldri hjónum í síðdegisgöngutúr en eitthvað er öðruvísi en það var hér áður. Hjónin ganga öll á eftir öflugum börnum, líklega flest í kringum þriggja ára aldur, sem hlaupa áfram í pollagöllum brosandi út að eyrum, búin með leikskólann í dag. Í þessum göngutúr mínum er ég að mæta langömmum og langöfum sem eru að sækja barnabarnabörnin sín úr leikskóla. Hér er ekki um ömmur og afa að ræða. Lífeyrisaldurinn er 67 ára. Þau eru enn í vinnunni. Sjáið til, ég bý í Kópavogsbæ. Leikskólagjöldin þar falla niður, að frátöldum fæðisgjöldum, ef barnið er þar sex tíma á dag. Skal það vera lengur þarf að borga. Vinnudagurinn er þó að sjálfsögðu enn að staðaldri átta tímar en það er önnur saga og efni í aðra grein. Nú líður að lokum míns fæðingarorlofs. Vinnan bíður mín. Vinna sem ég nýt mín vel í. Hvað geri ég þá? Jú, ég sæki um á leikskóla. Ekkert pláss. Það er hálfpartinn hlegið að mér í símann þegar ég hringi til að spyrja hvort einhver séns sé á að barn yfir eins árs, fætt 2023, fái leikskólapláss í haust. Hvað geri ég þá? Ég sæki um hjá dagmömmum. Umsóknir sem eru sendar þegar barnið hérumbil liggur enn í legi. Ekkert pláss. Hvað geri ég þá? Þetta er spurning sem mig langar að beina til stjórnvalda. Hvað geri ég þá? Hvað á ég að gera? Þann 7. mars síðastliðinn voru undirritaðir kjarasamningar þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra, stóðu í pontu og lýstu því yfir að ríkisstjórnin ætlar að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á vef stjórnarráðsins stendur „Aðilar munu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist.“ Og þar höfum við þær upplýsingar. Ekkert meira. Enginn stafur í viðbót. Margir foreldrar ungra barna klóra sér eflaust í hausnum yfir jafn loðinni yfirlýsingu eins og „að brúa bilið“. Bil sem á að brúa á samningstímanum næstu fjögur árin. Ekki er talað um hvernig það skal gert eða nákvæmlega hvenær foreldrar mega búast við slíkri brú. Það eina sem við heyrum er að bilið skal brúað. Lestu úr því það sem þú kýst. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Hvað eiga foreldrar í sömu stöðu og ég að gera? Fæðingarorlof mitt er að nálgast sín endalok. Vinnan bíður mín. Ég, eins og svo margar aðrar konur, vil ekki detta af vinnumarkaði. Ég nýt mín í vinnunni minni. Ég tel að það þurfi ekki að nefna að ef mæður fara að hríðfalla af vinnumarkaði, þá muni slík niðurstaða komi sér bæði illa fyrir samfélagið og fyrir jafnréttið sem við leggjum svo ríka áherslu á. En barnið þarf umsjón. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Höfundur er móðir og markaðsstjóri KILROY. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum. Á vegi mínum mæti ég eldri hjónum. Og svo öðrum. Og svo öðrum. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að maður mæti eldri hjónum í síðdegisgöngutúr en eitthvað er öðruvísi en það var hér áður. Hjónin ganga öll á eftir öflugum börnum, líklega flest í kringum þriggja ára aldur, sem hlaupa áfram í pollagöllum brosandi út að eyrum, búin með leikskólann í dag. Í þessum göngutúr mínum er ég að mæta langömmum og langöfum sem eru að sækja barnabarnabörnin sín úr leikskóla. Hér er ekki um ömmur og afa að ræða. Lífeyrisaldurinn er 67 ára. Þau eru enn í vinnunni. Sjáið til, ég bý í Kópavogsbæ. Leikskólagjöldin þar falla niður, að frátöldum fæðisgjöldum, ef barnið er þar sex tíma á dag. Skal það vera lengur þarf að borga. Vinnudagurinn er þó að sjálfsögðu enn að staðaldri átta tímar en það er önnur saga og efni í aðra grein. Nú líður að lokum míns fæðingarorlofs. Vinnan bíður mín. Vinna sem ég nýt mín vel í. Hvað geri ég þá? Jú, ég sæki um á leikskóla. Ekkert pláss. Það er hálfpartinn hlegið að mér í símann þegar ég hringi til að spyrja hvort einhver séns sé á að barn yfir eins árs, fætt 2023, fái leikskólapláss í haust. Hvað geri ég þá? Ég sæki um hjá dagmömmum. Umsóknir sem eru sendar þegar barnið hérumbil liggur enn í legi. Ekkert pláss. Hvað geri ég þá? Þetta er spurning sem mig langar að beina til stjórnvalda. Hvað geri ég þá? Hvað á ég að gera? Þann 7. mars síðastliðinn voru undirritaðir kjarasamningar þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra, stóðu í pontu og lýstu því yfir að ríkisstjórnin ætlar að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á vef stjórnarráðsins stendur „Aðilar munu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist.“ Og þar höfum við þær upplýsingar. Ekkert meira. Enginn stafur í viðbót. Margir foreldrar ungra barna klóra sér eflaust í hausnum yfir jafn loðinni yfirlýsingu eins og „að brúa bilið“. Bil sem á að brúa á samningstímanum næstu fjögur árin. Ekki er talað um hvernig það skal gert eða nákvæmlega hvenær foreldrar mega búast við slíkri brú. Það eina sem við heyrum er að bilið skal brúað. Lestu úr því það sem þú kýst. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Hvað eiga foreldrar í sömu stöðu og ég að gera? Fæðingarorlof mitt er að nálgast sín endalok. Vinnan bíður mín. Ég, eins og svo margar aðrar konur, vil ekki detta af vinnumarkaði. Ég nýt mín í vinnunni minni. Ég tel að það þurfi ekki að nefna að ef mæður fara að hríðfalla af vinnumarkaði, þá muni slík niðurstaða komi sér bæði illa fyrir samfélagið og fyrir jafnréttið sem við leggjum svo ríka áherslu á. En barnið þarf umsjón. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Höfundur er móðir og markaðsstjóri KILROY.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun