Þjóð ofurseld í morðingjahendur Hjálmtýr Heiðdal skrifar 11. mars 2024 11:31 Afstaða stjórnvalda í mörgum vestrænum ríkjum þýðir í raun að þessir aðilar hafa ofurselt þjóð Palestínu í hendur stjórnvalda í Ísrael. Þessi ríki taka afstöðu með Ísrael og segja að landið hafi rétt til að verja sig. Þó sjá allir sem vilja sjá að Ísrael er ekki að verja sig - síonistarnir sem stýra málum eru að verja landrán, kúgun og morð. Þjófar og morðingjar eru aldrei í rétti - nema núna - nú eru þeir studdir til verka. Nú blasir sú staðreynd við að þjóðirnar sem segjast verja mannréttindi og frelsi eru vísvitandi að særa það alþjóðlega réttarkerfi, sem m.a. Alþjóðadómstóllinn er hluti af, holundarsári sem mun veikja það ef ekki drepa. Einnig stefnir í sömu átt varðandi UNRWA. Ísland hefur ásamt fleiri ríkjum rekið rýting í þá stofnun á grundvelli ásakanna sem hafa reynst lygar einar. Ísrael hefur friðhelgi til þess að drepa með öllum ráðum, flugskeytum, sprengjum, fallbyssuskothríð, leyniskyttum og með sviptingu lífsbjargarinnar. Börn deyja úr hungri, heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út, fjölmiðlafólk, læknar, hjúkrunarfólk, skáld og menningarfrömuðir - allt myrt með hnitmiðuðum aðgerðum morðingjahersins. Háskólar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, barnaskólar, moskur, bókasöfn og íbúðarhús - allt lagt í rúst. Þetta er þjóðarmorð. Almenningur verður að rísa gegn þeim aðilum sem styðja þjóðarmorð - við verðum að stöðva viðskipti við morðingjana - við eigum ekki að syngja með fulltrúum þeirra á sviði - við eigum ekki að leika við þá í íþróttaleikjum - við eigum að útiloka morðingjana og einangra. Ef það tekst þá er mögulegt að brjóta ofurvald Bandaríkjanna og stuðningsríkja þeirra á bak aftur og ná þannig að losa Palestínumenn undan rústunum sem vestrænar ríkisstjórnir bera mikla ábyrgð á. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Afstaða stjórnvalda í mörgum vestrænum ríkjum þýðir í raun að þessir aðilar hafa ofurselt þjóð Palestínu í hendur stjórnvalda í Ísrael. Þessi ríki taka afstöðu með Ísrael og segja að landið hafi rétt til að verja sig. Þó sjá allir sem vilja sjá að Ísrael er ekki að verja sig - síonistarnir sem stýra málum eru að verja landrán, kúgun og morð. Þjófar og morðingjar eru aldrei í rétti - nema núna - nú eru þeir studdir til verka. Nú blasir sú staðreynd við að þjóðirnar sem segjast verja mannréttindi og frelsi eru vísvitandi að særa það alþjóðlega réttarkerfi, sem m.a. Alþjóðadómstóllinn er hluti af, holundarsári sem mun veikja það ef ekki drepa. Einnig stefnir í sömu átt varðandi UNRWA. Ísland hefur ásamt fleiri ríkjum rekið rýting í þá stofnun á grundvelli ásakanna sem hafa reynst lygar einar. Ísrael hefur friðhelgi til þess að drepa með öllum ráðum, flugskeytum, sprengjum, fallbyssuskothríð, leyniskyttum og með sviptingu lífsbjargarinnar. Börn deyja úr hungri, heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út, fjölmiðlafólk, læknar, hjúkrunarfólk, skáld og menningarfrömuðir - allt myrt með hnitmiðuðum aðgerðum morðingjahersins. Háskólar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, barnaskólar, moskur, bókasöfn og íbúðarhús - allt lagt í rúst. Þetta er þjóðarmorð. Almenningur verður að rísa gegn þeim aðilum sem styðja þjóðarmorð - við verðum að stöðva viðskipti við morðingjana - við eigum ekki að syngja með fulltrúum þeirra á sviði - við eigum ekki að leika við þá í íþróttaleikjum - við eigum að útiloka morðingjana og einangra. Ef það tekst þá er mögulegt að brjóta ofurvald Bandaríkjanna og stuðningsríkja þeirra á bak aftur og ná þannig að losa Palestínumenn undan rústunum sem vestrænar ríkisstjórnir bera mikla ábyrgð á. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.