Dómari þarf ekki að víkja þrátt fyrir að hafa lýst persónulegri skoðun sinni Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 21:42 Frá vettvangi slyssins á Akureyri 2021. Vísir/Lillý Hlynur Jónsson, dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, þarf ekki að víkja sæti í hoppukastalamálinu svokallaða. Landsréttur staðfesti í lok síðasta mánaðar úrskurð héraðsdóms, Hlyns sjálfs, þess efnis. Þrátt fyrir það segir Landsréttur það aðfinnsluvert að Hlynur hafi tjáð persónulega skoðun sína á ákveðnum þáttum málsins í úrskurði sínum. Í úrskurði Landsréttar segir að þau tilvik sem verjendur í málinu vilja meina að valdi vanhæfi Hlyns geri það ekki. Ekki sé rætt draga í efa hæfi hans til að fara með málið þar sem ákvarðanir hans hafi ekki hallað á rétt ákærðu í málinu. Sakborningar málsins eru fimm talsins, en það varðar hoppukastalaslys sem átti sér stað á Akureyri sumarið 2021. Verjendur tveggja þeirra vildu meina að Hlynur væri vanhæfur og þriðji verjandinn tók undir það sjónarmið. Í kröfu verjendanna um að Hlynur myndi víkja sæti voru sex ástæður nefndar. Dómarinn er meðal annars sagður hafa gengið erinda ákæruvaldsins og brotið gegn rétti sakborninganna til réttlátrar málsmeðferðar. Hlynur sagði sjálfur að ekkert hefði komið fram í málinu til að draga óhlutdrægni hans í efa og hafnaði hann því kröfunni. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur úrskurðinn, en setti út á að Hlynur hefði lýst persónulegri skoðun sinni á einstökum niðurstöðum æðra dómstigs í úrskurði sínum. Það væri aðfinnsluvert. Sakborningarnir fimm eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barna sem voru hoppukastalanum þegar hann fór á loft þann fyrsta júlí 2021. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Þá slasaðist sex ára stúlka alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Dómstólar Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07 Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Þrátt fyrir það segir Landsréttur það aðfinnsluvert að Hlynur hafi tjáð persónulega skoðun sína á ákveðnum þáttum málsins í úrskurði sínum. Í úrskurði Landsréttar segir að þau tilvik sem verjendur í málinu vilja meina að valdi vanhæfi Hlyns geri það ekki. Ekki sé rætt draga í efa hæfi hans til að fara með málið þar sem ákvarðanir hans hafi ekki hallað á rétt ákærðu í málinu. Sakborningar málsins eru fimm talsins, en það varðar hoppukastalaslys sem átti sér stað á Akureyri sumarið 2021. Verjendur tveggja þeirra vildu meina að Hlynur væri vanhæfur og þriðji verjandinn tók undir það sjónarmið. Í kröfu verjendanna um að Hlynur myndi víkja sæti voru sex ástæður nefndar. Dómarinn er meðal annars sagður hafa gengið erinda ákæruvaldsins og brotið gegn rétti sakborninganna til réttlátrar málsmeðferðar. Hlynur sagði sjálfur að ekkert hefði komið fram í málinu til að draga óhlutdrægni hans í efa og hafnaði hann því kröfunni. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur úrskurðinn, en setti út á að Hlynur hefði lýst persónulegri skoðun sinni á einstökum niðurstöðum æðra dómstigs í úrskurði sínum. Það væri aðfinnsluvert. Sakborningarnir fimm eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barna sem voru hoppukastalanum þegar hann fór á loft þann fyrsta júlí 2021. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Þá slasaðist sex ára stúlka alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt.
Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Dómstólar Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07 Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49
Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. 25. október 2023 18:07
Hundraðasta ferð ársins á Esjuna tileinkuð Klöru Vaskir göngugarpar arka nú upp Esjuna og einn þeirra í hundraðasta sinn á árinu. Ferð þessi er tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi. 29. desember 2023 20:03