Ljúkum við hringveginn! Árni Pétur Árnason skrifar 4. mars 2024 11:30 Árið 1974 var veglagningu hringinn í kringum landið lokið og hringvegurinn vígður með pompi og prakt. Árið 2019 var síðan lokið við að leggja bundið slitlag hringin í kringum landið og þeim áfanga fagnað með ögn minna pompi og prakt. Enn er þó stórt gat í hringveginum fyrir þau sem ekki eiga bíl því engar strætóferðir eru milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaði. Hvort sem er fyrir innlenda farþega eða fyrir túrista er þetta hamlandi, svo ekki sé minnst á uppbyggingu í bæjum Austurlands. Kostnaðurinn og tíminn sem felst í því að fara vesturleiðina er óheyrilegur: Í dag, mánudaginn 4. mars, tekur ferðin frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða fimm daga, ef farið er með strætó. Ef lagt er af stað með fyrstu ferð, í hádeginu klukkan 11:54, er áætluð koma til Reykjavíkur klukkan 18:45. Næsti leggur hefst síðan daginn eftir klukkan 8:59 og koma á Akureyri er klukkan 15:29. Þó mætti líka taka vagn klukkan hálf fimm og koma á miðnætti. Á Akureyri bíða hins vegar vandræði. Þaðan er ekki keyrt austur á Egilsstaði á þriðjudagskvöldum, og ekki heldur á miðvikudögum og fimmtudögum svo bíða þarf þrjár nætur til viðbótar, með þeim kostnaði og ónotum sem af hljótast. Föstudaginn 7. mars má síðan taka morgunferð klukkan 7:59 og stíga svo út úr vagninum á Egilsstöðum klukkan 11:22. 4 sólarhringum, 23 klukkustundum og 28 mínútum eftir brottför frá Höfn. Í ferðinni eru innifaldar þrjár strætóferðir, fjórar næturgistingar og matur í fimm daga. Í besta falli myndi ferðin kosta um 100.000 krónur, m.v. 50.000 krónur í hótelgistingu, 40.000 krónur í strætómiða og 10.000 krónur í fæði. Það er því ljóst að strætóferð milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða er ógjörningur. Leiðin þyrfti samt ekki að taka nema fjórar klukkustundir með nokkrum stoppum á leiðinni, ef aðeins hún væri þjónustuð. Það er löngu kominn tími til þess að ljúka við hringveginn og tryggja að almenningur (og túristar) geti ferðast hringinn í kringum landið með traustum almenningssamgöngum. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport. Höfundur er bíllaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Strætó Samgöngur Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Fyrrum UWC nemar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Fyrrum UWC nemar skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árið 1974 var veglagningu hringinn í kringum landið lokið og hringvegurinn vígður með pompi og prakt. Árið 2019 var síðan lokið við að leggja bundið slitlag hringin í kringum landið og þeim áfanga fagnað með ögn minna pompi og prakt. Enn er þó stórt gat í hringveginum fyrir þau sem ekki eiga bíl því engar strætóferðir eru milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaði. Hvort sem er fyrir innlenda farþega eða fyrir túrista er þetta hamlandi, svo ekki sé minnst á uppbyggingu í bæjum Austurlands. Kostnaðurinn og tíminn sem felst í því að fara vesturleiðina er óheyrilegur: Í dag, mánudaginn 4. mars, tekur ferðin frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða fimm daga, ef farið er með strætó. Ef lagt er af stað með fyrstu ferð, í hádeginu klukkan 11:54, er áætluð koma til Reykjavíkur klukkan 18:45. Næsti leggur hefst síðan daginn eftir klukkan 8:59 og koma á Akureyri er klukkan 15:29. Þó mætti líka taka vagn klukkan hálf fimm og koma á miðnætti. Á Akureyri bíða hins vegar vandræði. Þaðan er ekki keyrt austur á Egilsstaði á þriðjudagskvöldum, og ekki heldur á miðvikudögum og fimmtudögum svo bíða þarf þrjár nætur til viðbótar, með þeim kostnaði og ónotum sem af hljótast. Föstudaginn 7. mars má síðan taka morgunferð klukkan 7:59 og stíga svo út úr vagninum á Egilsstöðum klukkan 11:22. 4 sólarhringum, 23 klukkustundum og 28 mínútum eftir brottför frá Höfn. Í ferðinni eru innifaldar þrjár strætóferðir, fjórar næturgistingar og matur í fimm daga. Í besta falli myndi ferðin kosta um 100.000 krónur, m.v. 50.000 krónur í hótelgistingu, 40.000 krónur í strætómiða og 10.000 krónur í fæði. Það er því ljóst að strætóferð milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða er ógjörningur. Leiðin þyrfti samt ekki að taka nema fjórar klukkustundir með nokkrum stoppum á leiðinni, ef aðeins hún væri þjónustuð. Það er löngu kominn tími til þess að ljúka við hringveginn og tryggja að almenningur (og túristar) geti ferðast hringinn í kringum landið með traustum almenningssamgöngum. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport. Höfundur er bíllaus.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar