Komdu í þjóðfræði Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:01 Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun