Áfram Bashar - áfram Ísland! Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 13:00 Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við. Flestum líður hins vegar ömurlega yfir að sjá sundursprengd heimili, spítala, skóla, svo ekki sé minnst á helsár börn. Margt fer því í gegnum huga fólks og leiðir til að sýna kraftmikinn stuðning eru hugleiddar. Í vonleysi okkar sjáum við smugu sem beinist að mestu glamour senu okkar heimshluta Evróvisjóninni sjálfri. Viðburður sem friðsælar íslenskar fjölskyldur hafa hingað til haft gaman af og ekki þurft að velta öðru en skemmtanagildinu fyrir sér. Því rísa mörg þessari skemmtun til varnar og segja að þetta sé nú bara tónlist, ekki pólitík. Samt voru öll svo innilega sammála um, að eftir innrásina í Úkraínu væru Rússar ekki húsum hæfir í þessar tónlistar- og friðarveislu Evrópu. Eftir, að því er virðist tapaða, baráttu fyrir sniðgöngu Íslands í keppninni, því okkur sé ekki stætt á því að deila sviði með glæpahyski, hefur umræðan við ljórann út í heiminn, snúist um það hvort listamaður frá Palestínu, gæti orðið verðugur fulltrúi Íslands í partýinu. Þetta er óneitanlega sérstök staða en aðra hvora leiðina verður að velja. Ég tel að það væri sterkur leikur að okkar framlag til hlaðborðsins í Svíþjóð að þar mætti einmitt fulltrúi hinna aðþrengdu og hrjáðu, listamaðurinn góði og Palestínumaðurinn Bashar Murad með flott lag og glæsilegan flutning, og fengi þannig að minna á tilvist og óbærilega þjáningu þjóðar sinnar. Við mín kristnu systkini sem halda því á lofti að við getum ekki sent einhvern ,,araba” í okkar nafni, vil ég segja, að Jesús, besti vinur barnanna kom frá Palestínu en þar eru börn, ofan á aðrar hörmungar, að deyja úr hungri þessi dægrin. Sýnum nú hug, djörfung og dug og sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði! Höfundur er arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við. Flestum líður hins vegar ömurlega yfir að sjá sundursprengd heimili, spítala, skóla, svo ekki sé minnst á helsár börn. Margt fer því í gegnum huga fólks og leiðir til að sýna kraftmikinn stuðning eru hugleiddar. Í vonleysi okkar sjáum við smugu sem beinist að mestu glamour senu okkar heimshluta Evróvisjóninni sjálfri. Viðburður sem friðsælar íslenskar fjölskyldur hafa hingað til haft gaman af og ekki þurft að velta öðru en skemmtanagildinu fyrir sér. Því rísa mörg þessari skemmtun til varnar og segja að þetta sé nú bara tónlist, ekki pólitík. Samt voru öll svo innilega sammála um, að eftir innrásina í Úkraínu væru Rússar ekki húsum hæfir í þessar tónlistar- og friðarveislu Evrópu. Eftir, að því er virðist tapaða, baráttu fyrir sniðgöngu Íslands í keppninni, því okkur sé ekki stætt á því að deila sviði með glæpahyski, hefur umræðan við ljórann út í heiminn, snúist um það hvort listamaður frá Palestínu, gæti orðið verðugur fulltrúi Íslands í partýinu. Þetta er óneitanlega sérstök staða en aðra hvora leiðina verður að velja. Ég tel að það væri sterkur leikur að okkar framlag til hlaðborðsins í Svíþjóð að þar mætti einmitt fulltrúi hinna aðþrengdu og hrjáðu, listamaðurinn góði og Palestínumaðurinn Bashar Murad með flott lag og glæsilegan flutning, og fengi þannig að minna á tilvist og óbærilega þjáningu þjóðar sinnar. Við mín kristnu systkini sem halda því á lofti að við getum ekki sent einhvern ,,araba” í okkar nafni, vil ég segja, að Jesús, besti vinur barnanna kom frá Palestínu en þar eru börn, ofan á aðrar hörmungar, að deyja úr hungri þessi dægrin. Sýnum nú hug, djörfung og dug og sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði! Höfundur er arkitekt og hótelhaldari.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar