Forsetahjónin ræddu við Palestínumenn á Bessastöðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 17:59 Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrif þess á Palestínumenn nær og fjær var meðal umræðuefna ásamt stöðu innflytjenda á Íslandi. Forsetaembættið Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og eiginkona hans Eliza Reid ræddu á föstudaginn við Palestínumenn búsetta á Íslandi á Bessastöðum yfir kaffi og kleinum. Þau ræddu um stríðið sem geysar á Gasa og áhrif þess á Palestínumenn hérlendis og annars staðar. Eliza greinir frá þessu í færslu á síðu sína á Instagram þar sem hún segir að forsetahjónin hafi ítrekað stuðning sinn við ákall ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirvaralausu vopnahlé. Í tilkynningu á vefsíðu forsetaembættisins kemur fram að til fundarins hafi meðal annars komið Asil Almassri. 17 ára stúlka sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt í árslok 2023 eftir að hún missti fjölskyldu sína og annan fótlegginn í árás Ísraelshers á Gasa. Qussay Odeh, Suliman Almassri, Emad Bardawel, Asil Almassri, Fida Abu Libdeh og Ikram Zubaydi ásamt forsetahjónum.Forsetaembættið Emad Albardawil var einnig á fundinum og sagði forsetahjónum sögu sína. Hann endurheimti á dögunum eiginkonu sína og börn frá Gasa fyrir tilstilli íslenskra sjálfboðaliða við landamæri Palestínu að Egyptalandi. Ikram Zubaydi, Qussay Odeh og Suliman Almassri voru líka á fundinum og fyrir hópnum fór Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica. „Forsetahjón vottuðu palestínska samfélaginu samúð vegna hins mikla mannfalls sem orðið hefur á Gasa og tóku undir ákall íslenskra stjórnvalda og annarra um tafarlaust vopnahlé þar. Einnig var rætt um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og leiðir til að gera þeim kleift að njóta sín til fulls, sjálfum sér og öðrum til heilla.“ Forseti Íslands Innflytjendamál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Eliza greinir frá þessu í færslu á síðu sína á Instagram þar sem hún segir að forsetahjónin hafi ítrekað stuðning sinn við ákall ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirvaralausu vopnahlé. Í tilkynningu á vefsíðu forsetaembættisins kemur fram að til fundarins hafi meðal annars komið Asil Almassri. 17 ára stúlka sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt í árslok 2023 eftir að hún missti fjölskyldu sína og annan fótlegginn í árás Ísraelshers á Gasa. Qussay Odeh, Suliman Almassri, Emad Bardawel, Asil Almassri, Fida Abu Libdeh og Ikram Zubaydi ásamt forsetahjónum.Forsetaembættið Emad Albardawil var einnig á fundinum og sagði forsetahjónum sögu sína. Hann endurheimti á dögunum eiginkonu sína og börn frá Gasa fyrir tilstilli íslenskra sjálfboðaliða við landamæri Palestínu að Egyptalandi. Ikram Zubaydi, Qussay Odeh og Suliman Almassri voru líka á fundinum og fyrir hópnum fór Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica. „Forsetahjón vottuðu palestínska samfélaginu samúð vegna hins mikla mannfalls sem orðið hefur á Gasa og tóku undir ákall íslenskra stjórnvalda og annarra um tafarlaust vopnahlé þar. Einnig var rætt um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og leiðir til að gera þeim kleift að njóta sín til fulls, sjálfum sér og öðrum til heilla.“
Forseti Íslands Innflytjendamál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira