Börnin á Gaza Þorvaldur Víðisson skrifar 23. febrúar 2024 10:35 Við finnum okkur vanmáttug Við finnum okkur vanmáttug gagnvart þeim hrylling sem á sér stað á Gaza. Við styðjum þá einstaklinga sem fara á staðinn og leita uppi fólkið sem hefur fengið heimild til að tilheyra íslensku samfélagi, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við gleðjumst og fögnum yfir hugrekki þeirra og dugnaði, þökkum þeim frumkvæðið og að þau skuli framkvæma það sem við mörg hugsum. Við tökum undir mótmæli allra þeirra sem mótmæla stríði og ofbeldi. Við tökum einnig undir hvatningu til stjórnvalda, og jafnvel mótmæli vegna aðgerðarleysis. Við leggjum fjármagn til hjálparsamtaka sem stuðla að friði. Við viljum gera meira, við viljum leggja okkar að mörkum. En þrátt fyrir þetta er það tilfinning vanmáttar sem er ríkjandi í hjörtum okkar. Það er vont að finna sig vanmáttugan gagnvart þeim hrylling sem þarna á sér stað. Þeir sem líða helst í stríði eru þeir sem síst skyldi, börnin og aðrir í viðkvæmri stöðu, hvort sem það er í Úkraínu, á Gaza eða hvar sem ófriður ríkir. Raddir barnanna á Gaza í Bústaðakirkju Nauðsynlegt er að hlusta á reynslu þeirra sem líða, reynslu barnanna, að samfélagið heyri raddir barnanna. Raddir barnanna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 13. UNICEF hefur safnað slíkum reynslusögum og verður völdum reynslusögum miðlað, þar sem krakkar úr starfi kirkjunnar munu ljá þeim rödd sína. Bænin stundum eina leiðin Sá texti sem lesinn er í kirkjum landsins þennan sunnudaginn fjallar m.a. um bænina. Þar miðlar Jesús þeim djúpa sannleika að stundum er bænin eini farvegurinn sem við höfum gagnvart raunum mannlífsins. Ég tel að við ættum að taka undir þá hvatningu Jesú og biðja fyrir börnunum á Gaza, að Guð verndi börnin á Gaza og bjargi þeim úr þessum háska og vitanlega að Guð verndi öll börn í heiminum. Biðja fyrir friði í heiminum, í Úkraínu, á Gaza og hvarvetna sem ófriður ríkir. Til viðbótar við allt hitt sem við gerum og leggjum að mörkum til góðs fyrir mann og heim, líf og framtíð, skulum við einnig biðja. Biðja algóðan Guð um frið, því með samstilltu bænaátaki geta kraftaverkin gerst. Höfundur er prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Þjóðkirkjan Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við finnum okkur vanmáttug Við finnum okkur vanmáttug gagnvart þeim hrylling sem á sér stað á Gaza. Við styðjum þá einstaklinga sem fara á staðinn og leita uppi fólkið sem hefur fengið heimild til að tilheyra íslensku samfélagi, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við gleðjumst og fögnum yfir hugrekki þeirra og dugnaði, þökkum þeim frumkvæðið og að þau skuli framkvæma það sem við mörg hugsum. Við tökum undir mótmæli allra þeirra sem mótmæla stríði og ofbeldi. Við tökum einnig undir hvatningu til stjórnvalda, og jafnvel mótmæli vegna aðgerðarleysis. Við leggjum fjármagn til hjálparsamtaka sem stuðla að friði. Við viljum gera meira, við viljum leggja okkar að mörkum. En þrátt fyrir þetta er það tilfinning vanmáttar sem er ríkjandi í hjörtum okkar. Það er vont að finna sig vanmáttugan gagnvart þeim hrylling sem þarna á sér stað. Þeir sem líða helst í stríði eru þeir sem síst skyldi, börnin og aðrir í viðkvæmri stöðu, hvort sem það er í Úkraínu, á Gaza eða hvar sem ófriður ríkir. Raddir barnanna á Gaza í Bústaðakirkju Nauðsynlegt er að hlusta á reynslu þeirra sem líða, reynslu barnanna, að samfélagið heyri raddir barnanna. Raddir barnanna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 13. UNICEF hefur safnað slíkum reynslusögum og verður völdum reynslusögum miðlað, þar sem krakkar úr starfi kirkjunnar munu ljá þeim rödd sína. Bænin stundum eina leiðin Sá texti sem lesinn er í kirkjum landsins þennan sunnudaginn fjallar m.a. um bænina. Þar miðlar Jesús þeim djúpa sannleika að stundum er bænin eini farvegurinn sem við höfum gagnvart raunum mannlífsins. Ég tel að við ættum að taka undir þá hvatningu Jesú og biðja fyrir börnunum á Gaza, að Guð verndi börnin á Gaza og bjargi þeim úr þessum háska og vitanlega að Guð verndi öll börn í heiminum. Biðja fyrir friði í heiminum, í Úkraínu, á Gaza og hvarvetna sem ófriður ríkir. Til viðbótar við allt hitt sem við gerum og leggjum að mörkum til góðs fyrir mann og heim, líf og framtíð, skulum við einnig biðja. Biðja algóðan Guð um frið, því með samstilltu bænaátaki geta kraftaverkin gerst. Höfundur er prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun