Akademískur umboðsbrestur Þórarinn Hjartarson skrifar 21. febrúar 2024 12:31 Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun