Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 21:31 Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans. Vísir/Vilhelm „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ Þetta segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, annar eigenda Curvy.is og Stout, sem báðar eru í húsnæðinu sem kviknaði í í Fellsmúla í kvöld. Fríða, eins og hún er kölluð, fékk fyrstu fréttir af brunanum frá starfsmönnum verslananna um klukkan hálf sex en þeir voru fljótir að rýma, læsa og koma sér út. Fríða opnaði Curvy.is fyrst sem netverslun árið 2011.Vísir/Vilhelm „Þær stóðu svo bara úti og voru að fylgjast með. Ég kem síðan þarna og átta mig á því að það hafði gleymst að loka einni eldvarnarhurð og fékk leyfi til að fara inn. Það var enginn reykur en lykt,“ segir Fríða þakklát. Tímasetningin sé hins vegar óheppileg; útsölur nýbúnar og vorvörurnar farnar að streyma inn, bæði í Curvy.is og Stout, sem er fyrir karla og var opnuð í september. „Það var sama sagan þar; við vorum á fullu þar í dag að taka upp nýja sendingu og það er soldið súrt.“ Að sögn Fríðu er ekki útlit fyrir að bruninn hafi bein áhrif á rýmið sem verslanirnar eru í; þykkur steinveggur aðskilji þær og svæðið þar sem eldurinn blossaði. Það eigi hins vegar eftir að koma endanlega í ljós hvort það tekst að ráða að niðurlögum eldsins í nótt og hver staðan verður á morgun. Tryggingafélagið hugðist senda menn með búnað á vettvang strax í kvöld en slökkviliðið tók fyrir það vegna umfangs aðgerða. Fríða segir fulltrúa tryggingafélagsins hins vegar munu mæta strax í fyrramálið til að meta stöðuna. „Búðirnar verða lokaðar á morgun en við sjáum til hvort við getum opnað á laugardaginn,“ segir Fríða en hún sé hóflega bjartsýn. „Á morgun förum við bara í að meta tjónið og bjarga því sem hægt er að bjarga, undirbúa það að hreinsa út og vera svo bara með góða brunaútsölu svo það sé hægt að byrja upp á nýtt.“ Hún segir þetta vissulega áfall en það sé ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á við. „Maður brettir bara upp ermarnar og heldur áfram, það er bara svoleiðis.“ Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þetta segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, annar eigenda Curvy.is og Stout, sem báðar eru í húsnæðinu sem kviknaði í í Fellsmúla í kvöld. Fríða, eins og hún er kölluð, fékk fyrstu fréttir af brunanum frá starfsmönnum verslananna um klukkan hálf sex en þeir voru fljótir að rýma, læsa og koma sér út. Fríða opnaði Curvy.is fyrst sem netverslun árið 2011.Vísir/Vilhelm „Þær stóðu svo bara úti og voru að fylgjast með. Ég kem síðan þarna og átta mig á því að það hafði gleymst að loka einni eldvarnarhurð og fékk leyfi til að fara inn. Það var enginn reykur en lykt,“ segir Fríða þakklát. Tímasetningin sé hins vegar óheppileg; útsölur nýbúnar og vorvörurnar farnar að streyma inn, bæði í Curvy.is og Stout, sem er fyrir karla og var opnuð í september. „Það var sama sagan þar; við vorum á fullu þar í dag að taka upp nýja sendingu og það er soldið súrt.“ Að sögn Fríðu er ekki útlit fyrir að bruninn hafi bein áhrif á rýmið sem verslanirnar eru í; þykkur steinveggur aðskilji þær og svæðið þar sem eldurinn blossaði. Það eigi hins vegar eftir að koma endanlega í ljós hvort það tekst að ráða að niðurlögum eldsins í nótt og hver staðan verður á morgun. Tryggingafélagið hugðist senda menn með búnað á vettvang strax í kvöld en slökkviliðið tók fyrir það vegna umfangs aðgerða. Fríða segir fulltrúa tryggingafélagsins hins vegar munu mæta strax í fyrramálið til að meta stöðuna. „Búðirnar verða lokaðar á morgun en við sjáum til hvort við getum opnað á laugardaginn,“ segir Fríða en hún sé hóflega bjartsýn. „Á morgun förum við bara í að meta tjónið og bjarga því sem hægt er að bjarga, undirbúa það að hreinsa út og vera svo bara með góða brunaútsölu svo það sé hægt að byrja upp á nýtt.“ Hún segir þetta vissulega áfall en það sé ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á við. „Maður brettir bara upp ermarnar og heldur áfram, það er bara svoleiðis.“
Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira