Nýtti Snapchat til að freista fermingarstúlkna og nauðga þeim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2024 06:01 Theódór Páll kom við í hraðbanka á Suðurlandsbraut til að taka út níutíu þúsund krónur til að geta greitt fjórtán ára stúlkunni þær 150 þúsund krónur sem hann lofaði henni fyrir samrarir. Theódór Páll Theódórsson, þrítugur matreiðslumaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstelpum, vændiskaup og vörslu barnaníðsefnis. Hann þarf að greiða hvorri stúlkunni þrjár milljónir króna í miskabætur. DV greinir frá niðurstöðu dómsins sem féll þann 12. janúar síðastliðinn. Hann hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Theódór Páll var ákærður fyrir brot á tveimur stúlkum við fermingaraldur. Stúlkurnar voru vinkonur og urðu samskiptin til á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem Theódór auglýsti áfengi til sölu. Skrifaði bílnúmerið niður Fram kemur í ákærunni á hendur Theódór að hann hafi mælt sér mót við stúlkurnar hvora fyrir sig á Snapchat. Hann hafi sótt þær á bíl en svo brotið á þeim kynferðislega, oftast nauðgað þeim. Annarri einu sinni og hinni þrisvar. Theódór greiddi stúlkunum fyrir, ýmist með áfengi eða peningum. Í eitt skipti greiddi hann 150 þúsund krónur fyrir. Önnur stúlkan skrifaði bílnúmer á bíl Theódórs niður í Notes í síma sínum. Þá fundust DNA sýni í aftursæti bíls Theodórs sem allt benti til að væru annars vegar úr honum og hins vegar annarri stúlkunni. Auk þessa var Theódór ákærður fyrir að kaupa vændi af fullorðnum konum. Þá fundust 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir í fartölvu hans sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Tilkynning frá barnavernd kveikjan Lögregla komst á snoðir um Theódór Pál í júlí í fyrra þegar brot hans gagnvart stúlkunum ungu áttu sér stað. Laugardaginn 29. júlí í fyrra barst lögreglu tilkynning frá Barnavernd Reykjavíkur um að ungri stúlku hefði verið nauðgað í vikunni á undan. Lögregla ræddi við stúlkuna sem sagði frá samskiptum þeirra á Snapchat þar sem hann seldi áfengi. Hún hefði ætlað að greiða fyrir áfengi en hann boðið henni að fá áfengið gegn kynferðislegum greiðum auk þess að hún fengi peninga greidda. Hún hefði hitt hann í tvö skipti. Í fyrra skiptið hefðu þau farið í sleik og hún fengið vodkaflösku og tíu þúsund krónur fyrir. Í seinna skiptið hefði hún ætlað að eiga við hann munnmök fyrir sjötíu þúsund krónur. Hún hefði viljað hætta við eftir munnmökin hófust en Theódór viljað hafa samræði við hana um leggöng og boðið 150 þúsund króna greiðslu fyrir. Hún sagðist hafa frosið og hann að endingu fengið sáðlát. Báðir fundir þeirra hefðu verið í bíl hans en hún hefði skrifað niður skráningarnúmer bílsins í síma sinn. Augljóst að stúlkurnar hefðu hitt Theódór Stúlkan tjáði lögreglu að vinkona hennar hefði einnig hitt Theódór í kynferðislegum tilgangi og fengið greitt fyrir. Vinkonan sagði frá þremur fundum sínum og Theódórs. Í öll skiptin hefði hann haft samræði við hana um leggöng og greitt fimmtíu þúsund fyrir í hvert skipti. Í einum af gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir Theódóri, þegar ákæra hafði verið gefin út í málinu, kom fram að lögregla sagði ljóst að stúlkurnar byggju yfir upplýsingum sem tækju af allan vafa um að þær hefðu hitt Theódór. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum á Suðurlandsbraut staðfestu meðal annars frásögn annarrar stúlkunnar sem sagði Theódór hafa farið í hraðbanka til að taka út níutíu þúsund krónur því hann hefði aðeins verið með sextíu þúsund krónur á sér. Stúlkan þekktist í eftirlitsmyndavélinni. Þá gat hin stúlkan lýst heimili Theódór í smáatriðunum en hún sagði Theódór hafa farið með hana þangað í tvígang og haft við hana samræði. Eftirlitsmyndavélar í Reykjavík staðfestu bíl Theódórs á þeim stað sem stúlkan sagðist hafa verið á ferðinni með honum. Sæðisblettir í bílnum Auk þess fundust fimm sýni í bíl Theódórs sem sendi voru til rannsóknar. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að um var að ræða sæðisbletti á gólfi framan við aftursæti sem innihélt blöndu úr DNA-sniði sem var í meirihluta eins og DNA Theódórs og annarrar stúlkunnar. Theódór neitaði ítrekað sök við yfirheyrslur lögreglu á meðan rannsókn málsins stóð. Reyndi hann meðal annars að nota vændiskonu sem fjarvistarsönnun, þ.e. að hann hefði keypt af henni vændi á sama tíma og hann var sagður hafa brotið á annarri stúlkunni. Vændiskonan staðfesti að hafa selt Theódór kynlífsþjónustu en það hefði verið nokkrum dögum fyrr. Af þessari frásögn Theódórs má telja líklegt að hann hafi játað vændiskaupin fyrir dómi. Þá hélt Theódór því fram að einhver hefði hakkað sig inn á Snapchat aðgang hans. Varðandi barnaníðsefnið sem fannst á tölvu Theódórs sagðist hann ekki hafa sótt efnið heldur hefði það verið á tölvunni sem hann hefði keypt á Bland.is. Stúlkur í mjög viðkvæmri stöðu Lögregla benti á í kröfu sinni um gæsluvarðhald á að brot Theódórs væru sérstaklega gróf, ekki aðeins því þau snúa að grófri og ítrekaðri háttsemi í garð stúlknanna tveggja heldur beindust þau gegn börnum í mjög viðkvæmri stöðu. Stúlkurnar væru mjög ungar, fjórtán ára samkvæmt heimildum DV, og byrjaðar að neyta áfengis og annarra vímuefna. Þær hafi verið tilbúnar að selja líkama sinn til miklu eldri karlmanns til að fjármagna neyslu sína. Þótt tæplega fjórar vikur séu liðnar síðan dómur féll í málinu hefur dómurinn ekki verið birtur á vef dómstólanna. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfesti við DV að niðurstaðan í málinu hefði verið sjö ára fangelsisdómur. Þá þarf Theódór að greiða þeim þrjár milljónir króna í miskabætur, samanlagt sex milljónir. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Vændi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
DV greinir frá niðurstöðu dómsins sem féll þann 12. janúar síðastliðinn. Hann hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Theódór Páll var ákærður fyrir brot á tveimur stúlkum við fermingaraldur. Stúlkurnar voru vinkonur og urðu samskiptin til á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem Theódór auglýsti áfengi til sölu. Skrifaði bílnúmerið niður Fram kemur í ákærunni á hendur Theódór að hann hafi mælt sér mót við stúlkurnar hvora fyrir sig á Snapchat. Hann hafi sótt þær á bíl en svo brotið á þeim kynferðislega, oftast nauðgað þeim. Annarri einu sinni og hinni þrisvar. Theódór greiddi stúlkunum fyrir, ýmist með áfengi eða peningum. Í eitt skipti greiddi hann 150 þúsund krónur fyrir. Önnur stúlkan skrifaði bílnúmer á bíl Theódórs niður í Notes í síma sínum. Þá fundust DNA sýni í aftursæti bíls Theodórs sem allt benti til að væru annars vegar úr honum og hins vegar annarri stúlkunni. Auk þessa var Theódór ákærður fyrir að kaupa vændi af fullorðnum konum. Þá fundust 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir í fartölvu hans sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Tilkynning frá barnavernd kveikjan Lögregla komst á snoðir um Theódór Pál í júlí í fyrra þegar brot hans gagnvart stúlkunum ungu áttu sér stað. Laugardaginn 29. júlí í fyrra barst lögreglu tilkynning frá Barnavernd Reykjavíkur um að ungri stúlku hefði verið nauðgað í vikunni á undan. Lögregla ræddi við stúlkuna sem sagði frá samskiptum þeirra á Snapchat þar sem hann seldi áfengi. Hún hefði ætlað að greiða fyrir áfengi en hann boðið henni að fá áfengið gegn kynferðislegum greiðum auk þess að hún fengi peninga greidda. Hún hefði hitt hann í tvö skipti. Í fyrra skiptið hefðu þau farið í sleik og hún fengið vodkaflösku og tíu þúsund krónur fyrir. Í seinna skiptið hefði hún ætlað að eiga við hann munnmök fyrir sjötíu þúsund krónur. Hún hefði viljað hætta við eftir munnmökin hófust en Theódór viljað hafa samræði við hana um leggöng og boðið 150 þúsund króna greiðslu fyrir. Hún sagðist hafa frosið og hann að endingu fengið sáðlát. Báðir fundir þeirra hefðu verið í bíl hans en hún hefði skrifað niður skráningarnúmer bílsins í síma sinn. Augljóst að stúlkurnar hefðu hitt Theódór Stúlkan tjáði lögreglu að vinkona hennar hefði einnig hitt Theódór í kynferðislegum tilgangi og fengið greitt fyrir. Vinkonan sagði frá þremur fundum sínum og Theódórs. Í öll skiptin hefði hann haft samræði við hana um leggöng og greitt fimmtíu þúsund fyrir í hvert skipti. Í einum af gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir Theódóri, þegar ákæra hafði verið gefin út í málinu, kom fram að lögregla sagði ljóst að stúlkurnar byggju yfir upplýsingum sem tækju af allan vafa um að þær hefðu hitt Theódór. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum á Suðurlandsbraut staðfestu meðal annars frásögn annarrar stúlkunnar sem sagði Theódór hafa farið í hraðbanka til að taka út níutíu þúsund krónur því hann hefði aðeins verið með sextíu þúsund krónur á sér. Stúlkan þekktist í eftirlitsmyndavélinni. Þá gat hin stúlkan lýst heimili Theódór í smáatriðunum en hún sagði Theódór hafa farið með hana þangað í tvígang og haft við hana samræði. Eftirlitsmyndavélar í Reykjavík staðfestu bíl Theódórs á þeim stað sem stúlkan sagðist hafa verið á ferðinni með honum. Sæðisblettir í bílnum Auk þess fundust fimm sýni í bíl Theódórs sem sendi voru til rannsóknar. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að um var að ræða sæðisbletti á gólfi framan við aftursæti sem innihélt blöndu úr DNA-sniði sem var í meirihluta eins og DNA Theódórs og annarrar stúlkunnar. Theódór neitaði ítrekað sök við yfirheyrslur lögreglu á meðan rannsókn málsins stóð. Reyndi hann meðal annars að nota vændiskonu sem fjarvistarsönnun, þ.e. að hann hefði keypt af henni vændi á sama tíma og hann var sagður hafa brotið á annarri stúlkunni. Vændiskonan staðfesti að hafa selt Theódór kynlífsþjónustu en það hefði verið nokkrum dögum fyrr. Af þessari frásögn Theódórs má telja líklegt að hann hafi játað vændiskaupin fyrir dómi. Þá hélt Theódór því fram að einhver hefði hakkað sig inn á Snapchat aðgang hans. Varðandi barnaníðsefnið sem fannst á tölvu Theódórs sagðist hann ekki hafa sótt efnið heldur hefði það verið á tölvunni sem hann hefði keypt á Bland.is. Stúlkur í mjög viðkvæmri stöðu Lögregla benti á í kröfu sinni um gæsluvarðhald á að brot Theódórs væru sérstaklega gróf, ekki aðeins því þau snúa að grófri og ítrekaðri háttsemi í garð stúlknanna tveggja heldur beindust þau gegn börnum í mjög viðkvæmri stöðu. Stúlkurnar væru mjög ungar, fjórtán ára samkvæmt heimildum DV, og byrjaðar að neyta áfengis og annarra vímuefna. Þær hafi verið tilbúnar að selja líkama sinn til miklu eldri karlmanns til að fjármagna neyslu sína. Þótt tæplega fjórar vikur séu liðnar síðan dómur féll í málinu hefur dómurinn ekki verið birtur á vef dómstólanna. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfesti við DV að niðurstaðan í málinu hefði verið sjö ára fangelsisdómur. Þá þarf Theódór að greiða þeim þrjár milljónir króna í miskabætur, samanlagt sex milljónir. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Vændi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira