Stytting náms til stúdentsprófs Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 17:00 Á síðasta ári var mikið rætt um eflingu framhaldsskólans með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytni náms og auka farsæld barna og ungmenna. Þá átti að efla framhaldsskólana með sameiningu ákveðinna skóla, þær tillögur vöktu hörð viðbrögð í samfélaginu og fór svo að mennta- og barnamálaráðherra setti fyrirætlanir sínar á ís. Þó er önnur breyting sem varð á framhaldsskólakerfinu fyrir tæpum áratug. Stytting námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Enn virðast vera ákveðnar efasemdir um framkvæmd og gagnsemi þess úti í samfélaginu. Í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra frá árinu 2020 sem unnin var að beiðni Alþingis um árangur og áhrif styttingu á námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú kom fram að þá stæði til að setja af stað vinnu til fimm ára sem miðaði að því að leggja samræmt mat á það hversu vel undirbúnir nemendur koma til háskóla með því að fylgjast með þróun námsárangurs. Í ályktun Landssamtaka íslenskra stúdenta og Sambands íslenskra framhaldsskólanema frá því í mars í fyrra er það áréttað að ekkert hafi gerst í þessu máli og krafa gerð á mennta- og barnamálaráðherra að lagt verði mat á áhrif þess að námstími til stúdentsprófs hafi verið styttur. Áhyggjur hafa vaknað af lakari námsárangri, verr undirbúnum nemendum í háskólanámi og aukinni vanlíðan ungmenna. Ýmsar spurningar eru á reiki eins og hvort framhaldsskólinn sé orðinn einsleitari með minni möguleikum í vali og minni tíma fyrir félagsþroska? Er aukin vanlíðan meðal ungmenna og þá sérstaklega stúlkna? Er streita að aukast? Og ef umrædd stytting hafi verið gerð til þess að standast alþjóðlegan samanburð og samkeppni líkt og kom fram í hvítbók um umbætur í menntun frá 2014, af hverju var skólaárið þá ekki lengt til samræmis við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til þess að komast til móts við styttinguna? Þessar áhyggjur heyrast víða, þeim ber að taka alvarlega og við þurfum að fá svör við þessum spurningum og fleirum. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra sem miðar að því að fá skýrari sýn á áhrif styttingar námstíma. Það má staldra við, meta og endurskoða ákvarðanir sem hafa verið teknar. Við erum og höfum verið að ganga í gegnum stórar tæknibreytingar og samfélagslegar áskoranir eru miklar. Við þurfum góða menntun á öllum skólastigum. Ungmennin okkar þurfa tíma. Höfundur er ritari og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var mikið rætt um eflingu framhaldsskólans með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytni náms og auka farsæld barna og ungmenna. Þá átti að efla framhaldsskólana með sameiningu ákveðinna skóla, þær tillögur vöktu hörð viðbrögð í samfélaginu og fór svo að mennta- og barnamálaráðherra setti fyrirætlanir sínar á ís. Þó er önnur breyting sem varð á framhaldsskólakerfinu fyrir tæpum áratug. Stytting námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Enn virðast vera ákveðnar efasemdir um framkvæmd og gagnsemi þess úti í samfélaginu. Í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra frá árinu 2020 sem unnin var að beiðni Alþingis um árangur og áhrif styttingu á námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú kom fram að þá stæði til að setja af stað vinnu til fimm ára sem miðaði að því að leggja samræmt mat á það hversu vel undirbúnir nemendur koma til háskóla með því að fylgjast með þróun námsárangurs. Í ályktun Landssamtaka íslenskra stúdenta og Sambands íslenskra framhaldsskólanema frá því í mars í fyrra er það áréttað að ekkert hafi gerst í þessu máli og krafa gerð á mennta- og barnamálaráðherra að lagt verði mat á áhrif þess að námstími til stúdentsprófs hafi verið styttur. Áhyggjur hafa vaknað af lakari námsárangri, verr undirbúnum nemendum í háskólanámi og aukinni vanlíðan ungmenna. Ýmsar spurningar eru á reiki eins og hvort framhaldsskólinn sé orðinn einsleitari með minni möguleikum í vali og minni tíma fyrir félagsþroska? Er aukin vanlíðan meðal ungmenna og þá sérstaklega stúlkna? Er streita að aukast? Og ef umrædd stytting hafi verið gerð til þess að standast alþjóðlegan samanburð og samkeppni líkt og kom fram í hvítbók um umbætur í menntun frá 2014, af hverju var skólaárið þá ekki lengt til samræmis við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til þess að komast til móts við styttinguna? Þessar áhyggjur heyrast víða, þeim ber að taka alvarlega og við þurfum að fá svör við þessum spurningum og fleirum. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra sem miðar að því að fá skýrari sýn á áhrif styttingar námstíma. Það má staldra við, meta og endurskoða ákvarðanir sem hafa verið teknar. Við erum og höfum verið að ganga í gegnum stórar tæknibreytingar og samfélagslegar áskoranir eru miklar. Við þurfum góða menntun á öllum skólastigum. Ungmennin okkar þurfa tíma. Höfundur er ritari og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun