Hugleiðingar um Palestínu Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal skrifar 24. janúar 2024 13:00 Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun