„Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 16:31 Helga Árnadóttir segir forsvarsmenn Bláa lónsins vinna í nánu samstarfi við yfirvöld og almannavarnir. Vísir/Arnar Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira