Fjöldi banaslysa það sem af er ári ekki sést í áratugi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2024 21:30 Þórhildur Elínardóttir fór yfir slysatölur í kvöldfréttum Stöðvar 2. arnar halldórsson Fjöldi þeirra banaslysa sem orðið hafa í umferðinni á árinu hefur ekki sést frá því að skráning slysa hófst fyrir fimmtíu árum. Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“ Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21
Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48
Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02