Tímamót í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 16. janúar 2024 14:31 Það er með mikilli gleði og eftirvæntingu sem ég óska nýkjörnum borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni velfarnaðar í starfi og til hamingju með nýjan starfstitil. Ég er fullviss um að hann muni hér eftir sem áður vinna af heilindum í þágu Reykvíkinga. Breytingar og samvinna Í aðdraganda borgarstjóraskiptanna hefur mikið verið rætt um hvaða breytingar þær munu hafa í för með sér. Slík umræða er eðlileg eftir langa valdatíð fráfarandi borgarstjóra. Niðurstaða kosninganna var ákall um breytingar og með nýjum borgarstjóra munu fylgja nýjar áherslur. Það er þó ekki þannig að við höfum setið auðum höndum síðustu 18 mánuði heldur höfum við unnið að því að breyta til hins betra í Reykjavík frá fyrsta degi okkar í embætti. Má í því samhengi nefna að búið er að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur, stuðningur við dagforeldra hefur aukist töluvert og foreldrar barna eldri en 18 mánaða greiða nú sama gjald hjá dagforeldrum og í leikskólum, næturstrætó fór aftur af stað í Reykjavík, farið var í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir og á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir hagnaði, unnið er að framgangi Sundabrautar og Samgöngusáttmáls, sett var af stað viðhaldsátak í skólahúsnæði, snjómokstur hefur verið stórbættur, uppbygging þjóðarhallar er í góðum farvegi og unnið er að fjölgun leikskólaplássa. Þetta er ekki tæmandi talning en gefur góða von um framfarir. Áskoranirnar framundan eru fjölmargar. Einar hefur sýnt djúpstæðan skilning á þeim áskorunum sem samfélag okkar stendur frammi fyrir hvort sem þær tengjast þróun efnahagsmála, húsnæðisuppbyggingu, sorphirðu eða fjölgun leikskólaplássa. Ég er bjartsýn á að hægt sé að vinna úr þessum verkefnum á farsælan máta með samvinnu að leiðarljósi. Markmiðið er þó í bráð og lengd að hrinda framfaramálum í framkvæmd. Þakklæti á þessum tímamótum Borgarstjóraskiptin marka einnig tímamót fyrir Framsókn en þetta er í fyrsta skipti í 107 ára sögu flokksins sem Framsókn mun eiga borgarstjóra. Öflugur framboðslisti Framsóknar í síðustu kosningum undir forystu Einars leiddi til farsælustu niðurstöðu flokksins í borgarstjórnarkosningum frá upphafi. Við eigum baklandinu og grasrót Framsóknar í Reykjavík allt að þakka fyrir árangur Framsóknar í kosningunum. Kosningabarátta er stórt samvinnuverkefni ólíkra aðila á öllum aldri sem hafa öll það sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða í þágu samfélagsins. Ég vil á þessum tímamótum þakka fyrir þeirra starf í þágu flokksins en líka þakka borgarbúum fyrir góð og gagnleg samtöl bæði í aðdraganda og eftir kosningar. Við erum hér til að hlusta og vinna í þágu Reykvíkinga. Ég hvet ykkur, borgarbúar, til að halda áfram að heyra í okkur og deila með okkur sýn ykkar. Þannig getum við betur þróað borgina okkar í sameiningu. Ég þakka einnig fráfarandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni fyrir störf hans í þágu borgarbúa um árabil. Enn og aftur, óska ég Einar Þorsteinssyni til hamingju með borgarstjóratitilinn! Megi starfstími þinn einkennast af velgengni, samvinnu og blómlegri Reykjavík! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Það er með mikilli gleði og eftirvæntingu sem ég óska nýkjörnum borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni velfarnaðar í starfi og til hamingju með nýjan starfstitil. Ég er fullviss um að hann muni hér eftir sem áður vinna af heilindum í þágu Reykvíkinga. Breytingar og samvinna Í aðdraganda borgarstjóraskiptanna hefur mikið verið rætt um hvaða breytingar þær munu hafa í för með sér. Slík umræða er eðlileg eftir langa valdatíð fráfarandi borgarstjóra. Niðurstaða kosninganna var ákall um breytingar og með nýjum borgarstjóra munu fylgja nýjar áherslur. Það er þó ekki þannig að við höfum setið auðum höndum síðustu 18 mánuði heldur höfum við unnið að því að breyta til hins betra í Reykjavík frá fyrsta degi okkar í embætti. Má í því samhengi nefna að búið er að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur, stuðningur við dagforeldra hefur aukist töluvert og foreldrar barna eldri en 18 mánaða greiða nú sama gjald hjá dagforeldrum og í leikskólum, næturstrætó fór aftur af stað í Reykjavík, farið var í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir og á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir hagnaði, unnið er að framgangi Sundabrautar og Samgöngusáttmáls, sett var af stað viðhaldsátak í skólahúsnæði, snjómokstur hefur verið stórbættur, uppbygging þjóðarhallar er í góðum farvegi og unnið er að fjölgun leikskólaplássa. Þetta er ekki tæmandi talning en gefur góða von um framfarir. Áskoranirnar framundan eru fjölmargar. Einar hefur sýnt djúpstæðan skilning á þeim áskorunum sem samfélag okkar stendur frammi fyrir hvort sem þær tengjast þróun efnahagsmála, húsnæðisuppbyggingu, sorphirðu eða fjölgun leikskólaplássa. Ég er bjartsýn á að hægt sé að vinna úr þessum verkefnum á farsælan máta með samvinnu að leiðarljósi. Markmiðið er þó í bráð og lengd að hrinda framfaramálum í framkvæmd. Þakklæti á þessum tímamótum Borgarstjóraskiptin marka einnig tímamót fyrir Framsókn en þetta er í fyrsta skipti í 107 ára sögu flokksins sem Framsókn mun eiga borgarstjóra. Öflugur framboðslisti Framsóknar í síðustu kosningum undir forystu Einars leiddi til farsælustu niðurstöðu flokksins í borgarstjórnarkosningum frá upphafi. Við eigum baklandinu og grasrót Framsóknar í Reykjavík allt að þakka fyrir árangur Framsóknar í kosningunum. Kosningabarátta er stórt samvinnuverkefni ólíkra aðila á öllum aldri sem hafa öll það sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða í þágu samfélagsins. Ég vil á þessum tímamótum þakka fyrir þeirra starf í þágu flokksins en líka þakka borgarbúum fyrir góð og gagnleg samtöl bæði í aðdraganda og eftir kosningar. Við erum hér til að hlusta og vinna í þágu Reykvíkinga. Ég hvet ykkur, borgarbúar, til að halda áfram að heyra í okkur og deila með okkur sýn ykkar. Þannig getum við betur þróað borgina okkar í sameiningu. Ég þakka einnig fráfarandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni fyrir störf hans í þágu borgarbúa um árabil. Enn og aftur, óska ég Einar Þorsteinssyni til hamingju með borgarstjóratitilinn! Megi starfstími þinn einkennast af velgengni, samvinnu og blómlegri Reykjavík! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar