Þriggja bíla árekstur við Hvalfjarðarveg Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 12:37 Nokkur bílaröð myndaðist vegna slyssins í morgun. Vísir/RAX Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir enn unnið á vettvangi alvarlegs umferðarslyss við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í morgun. Þar skullu saman þrjú ökutæki, tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll. Slasaðir hafa allir verið fluttir af vettvangi en lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna enn á vettvangi. Ásmundur segir ómögulegt að vita hvenær vegurinn verður opnaður á ný en að það verði ekki gert fyrr en vinnu er lokið. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, að hjáleið sé um Hvalfjörð. „Það var alvarlegt slys, þetta voru þrjú ökutæki og það voru aðilar fluttir á sjúkrahús. Það er enn unnið á vettvangi,“ segir Ásmundur og að rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi og allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang þegar tilkynning um slysið barst í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hversu margir voru fluttir á slysadeild en segir að þegar hann hafi betri upplýsingar muni lögreglan birta tilkynningu um slysið á bæði heimasíðu lögreglunnar og á Facebook-síðu þeirra. Fram kom í frétt Vísis um slysið í morgun að þrír hafi alls verið fluttir á slysdeild. Einn úr flutningabíl og tveir úr fólksbíl. Það staðfesti Jens Heiðar Ragnarsson en hann er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Spurður um aðstæður á veginum segir Ásmundur að nú snjói en að það hafi ekki verið þannig í morgun þegar slysið átti sér stað. Þá viti hann ekki hvort það hafi verið hálka. „Ég á eftir að fá allar upplýsingar frá rannsakendum.“ UPPFÆRT Búið er að opna hringveginn aftur. Það var gert rétt fyrir klukkan 14 í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:07 þann 16.1.2024. Samgöngur Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Slasaðir hafa allir verið fluttir af vettvangi en lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna enn á vettvangi. Ásmundur segir ómögulegt að vita hvenær vegurinn verður opnaður á ný en að það verði ekki gert fyrr en vinnu er lokið. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, að hjáleið sé um Hvalfjörð. „Það var alvarlegt slys, þetta voru þrjú ökutæki og það voru aðilar fluttir á sjúkrahús. Það er enn unnið á vettvangi,“ segir Ásmundur og að rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi og allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang þegar tilkynning um slysið barst í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hversu margir voru fluttir á slysadeild en segir að þegar hann hafi betri upplýsingar muni lögreglan birta tilkynningu um slysið á bæði heimasíðu lögreglunnar og á Facebook-síðu þeirra. Fram kom í frétt Vísis um slysið í morgun að þrír hafi alls verið fluttir á slysdeild. Einn úr flutningabíl og tveir úr fólksbíl. Það staðfesti Jens Heiðar Ragnarsson en hann er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Spurður um aðstæður á veginum segir Ásmundur að nú snjói en að það hafi ekki verið þannig í morgun þegar slysið átti sér stað. Þá viti hann ekki hvort það hafi verið hálka. „Ég á eftir að fá allar upplýsingar frá rannsakendum.“ UPPFÆRT Búið er að opna hringveginn aftur. Það var gert rétt fyrir klukkan 14 í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:07 þann 16.1.2024.
Samgöngur Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira