Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 11:32 Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir á ári. getty Samkvæmt Opnum reikningum kostar kaffineysla hið opinbera sitt. Starfsmenn ríkisins spara í engu við sig í mat og drykk og alls ekki þegar gæðakaffi er annars vegar. Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“ Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00