Hver er áfengisstefnan? Guðlaug Birna Guðjónsdóttir skrifar 10. janúar 2024 14:00 „Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sérhagmuna áfengisiðnaðarins.“ Þessi orð Árna Guðmundssonar í viðtali á Vísi sl. laugardag þar sem hann lýsir því af hverju hann greip til þeirra ráða að kæra sjálfan sig til lögreglunnar með því að kaupa áfengi ólöglega, eru mikilvæg skilaboð til ráðamanna landsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi er vara sem veldur margvíslegu tjóni meðal einstaklinga, fjölskyldna og í öllu samfélaginu. Og sem áhugamanneskja um krabbameinsforvarnir vil ég benda á að áfengi er einnig stór áhættuþáttur fyrir krabbamein. Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Því hefur áfengisneysla verið flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Áfengisdrykkja getur valdið að minnsta kosti sjö mismunandi krabbameinum: Í munni, vélinda, koki, barka, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum. Vísbendingar eru einnig um að áfengi auki líkur á fleiri tegundum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis, ekki síst með því að takmarka framboð á áfengi. En á Íslandi virðist ekki þurfa að fara eftir tilmælum svo mikilvægrar stofnunar. Nei, við látum fáa sérhagsmunaaðila komast upp með alls konar lögleysu. Ráðherrar, alþingismenn, lögreglan og fleiri aðilar skella skollaeyrum við. Þetta er ótrúleg áfengisstefna. Eins og ég byrjaði vil ég enda á orðum Árna Guðmundssonar: „Þetta er einfaldlega smásala í sinni tærustu mynd. Verið að markaðsvæða áfengissölu sem er þvert á gildandi stefnu og lög. Um sölufyrirkomulag áfengis og áfengislöggjöfina hefur ríkt nokkuð almennt sátt í samfélaginu enda fara þau bil beggja, taka tillit til lýðheilsu-, velferðar- (og þá ekki síst barna og ungmenna) og svo viðskiptasjónarmiða.“ Höfundur er framkvæmdastjóri og höfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sérhagmuna áfengisiðnaðarins.“ Þessi orð Árna Guðmundssonar í viðtali á Vísi sl. laugardag þar sem hann lýsir því af hverju hann greip til þeirra ráða að kæra sjálfan sig til lögreglunnar með því að kaupa áfengi ólöglega, eru mikilvæg skilaboð til ráðamanna landsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi er vara sem veldur margvíslegu tjóni meðal einstaklinga, fjölskyldna og í öllu samfélaginu. Og sem áhugamanneskja um krabbameinsforvarnir vil ég benda á að áfengi er einnig stór áhættuþáttur fyrir krabbamein. Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Því hefur áfengisneysla verið flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Áfengisdrykkja getur valdið að minnsta kosti sjö mismunandi krabbameinum: Í munni, vélinda, koki, barka, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum. Vísbendingar eru einnig um að áfengi auki líkur á fleiri tegundum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis, ekki síst með því að takmarka framboð á áfengi. En á Íslandi virðist ekki þurfa að fara eftir tilmælum svo mikilvægrar stofnunar. Nei, við látum fáa sérhagsmunaaðila komast upp með alls konar lögleysu. Ráðherrar, alþingismenn, lögreglan og fleiri aðilar skella skollaeyrum við. Þetta er ótrúleg áfengisstefna. Eins og ég byrjaði vil ég enda á orðum Árna Guðmundssonar: „Þetta er einfaldlega smásala í sinni tærustu mynd. Verið að markaðsvæða áfengissölu sem er þvert á gildandi stefnu og lög. Um sölufyrirkomulag áfengis og áfengislöggjöfina hefur ríkt nokkuð almennt sátt í samfélaginu enda fara þau bil beggja, taka tillit til lýðheilsu-, velferðar- (og þá ekki síst barna og ungmenna) og svo viðskiptasjónarmiða.“ Höfundur er framkvæmdastjóri og höfundur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar