Kílómetragjald á landsbyggðina? Guðbrandur Einarsson skrifar 12. janúar 2024 07:00 Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Borgar sig að keyra á rafmagni? Það er misræmi falið í því að á sama tíma og ríkisstjórnin hefur sett umtalsverða fjárhagslega hvata til að ýta undir orkuskipti þá talar hún núna um það hvað skatttekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað mikið. Auðvitað voru þessi áhrif hvatanna á tekjur ríkisins fyrirséð frá upphafi og áttu ekki að koma nokkrum á óvart. Í frumvarpinu gerði ríkisstjórnin lítið úr þætti samgangna í mengandi losun. Samfélagslegur ábati þess að halda orkuskiptum áfram af krafti er nefnilega gífurlegur. Hún hélt því líka fram að rekstrarkostnaður hreinorku- og tenglitvinnbifreiða verði áfram lægri en annarra þrátt fyrir breytingarnar en þar er ekki tekið tillit til þess að hreinorkubílar eru oftast dýrari en sambærilegar bifreiðar af sama stærðarflokki. Þannig er ekki víst að það muni áfram borga sig að vera á rafmagns- eða tvinnbíl. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi misst sjónar á stóru myndinni. Samfélagslegur ábati af orkuskiptum er líklega mun meiri en þær tekjur sem ríkissjóður hefur orðið af vegna þess að sömu gjöld hafi ekki verið lögð á umhverfisvæn ökutæki. Þessar nýju skattaálögur á hreinorkubifreiðar geta dregið úr hvata almennings til að fjárfesta í þeim en það geti leitt til þess að greiða þurfi meira fyrir loftlagskvóta til að standa við Kyoto-bókunina frá 2005. Betra hefði verið að fjármagn rynni til almennings í gegnum ívilnanir frekar en að greiða fyrir loftslagskvóta. Landsbyggðin borgar Hin nýja gjaldtaka getur einnig verið afar íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem þurfa vegna búsetu sinnar, þjónustuþarfar, vinnu eða annars að aka langar vegalengdir. Til dæmis má gera ráð fyrir að einstaklingur sem býr á Akranesi en sækir vinnu í Reykjavík aki um 25.000 km á ári eingöngu til og frá vinnu og er þá ótalinn annar akstur. Stór hluti landsmanna þarf að ferðast langar vegalengdir og er háður því að nota einkabifreið til þess að fara leiðar sinnar. Þrátt fyrir aðvörunarorð Byggðastofnunar fyrir fjárlagafrumvarpið haustið 2022 um að gæta þyrfti að áhrifum kílómetragjalds var ekkert litið til þess við gerð frumvarpsins eða lagasetningarinnar. Þessi lagasetning hefur sérstaklega áhrif á þá sem búa á landsbyggðinni og má því telja skattlagningu sem beint er gegn þeim. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvers vegna ríkisstjórnin beinir aukinni skattheimtu að þessum hópi landsmanna. Í mörg ár hafa margir þeirra þurft að greiða margfalt meira í skatt vegna eldsneytisnotkunar heldur en aðrir sem nota bifreiðar minna. Til hliðsjónar má nefna að í Danmörku og Noregi er brugðist við þessu ójafnræði með skattafrádrætti þeirra sem þurfa að ferðast langt til vinnu. Sú kerfisbreyting að íbúar landsins séu látnir greiða meira eftir því sem þeir aki meira, þó það sé á hreinorkubílum, er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við blómlegar byggðir í landinu. Það sem eftir situr er að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hraða í gegn lögum án þess að taka nokkuð tillit til athugasemda eða þeirra samfélagslegu áhrifa sem þau hafa á landsmenn. Þetta allt er birtingarmynd staðfestingarskekkju sem er sú tilhneiging að sækja í rök sem samrýmast eigin skoðunum og hunsa á sama tíma allt sem farið gæti gegn þeim. Einhvern veginn hélt ég að eftir hrunið værum við bólusett til lengri tíma gegn þessari tilhneigingu, sér í lagi eftir alla þá gagnrýni sem þá átti sér stað um hvernig vinnubrögð stjórnvalda ættu að vera. Miklu einfaldari leið við skattheimtu hefði verið að gæta jafnræðis allra íbúa landsins með ákvörðun um greiðslu tiltekins gjalds á allar bifreiðar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Vistvænir bílar Bílar Byggðamál Samgöngur Viðreisn Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Borgar sig að keyra á rafmagni? Það er misræmi falið í því að á sama tíma og ríkisstjórnin hefur sett umtalsverða fjárhagslega hvata til að ýta undir orkuskipti þá talar hún núna um það hvað skatttekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað mikið. Auðvitað voru þessi áhrif hvatanna á tekjur ríkisins fyrirséð frá upphafi og áttu ekki að koma nokkrum á óvart. Í frumvarpinu gerði ríkisstjórnin lítið úr þætti samgangna í mengandi losun. Samfélagslegur ábati þess að halda orkuskiptum áfram af krafti er nefnilega gífurlegur. Hún hélt því líka fram að rekstrarkostnaður hreinorku- og tenglitvinnbifreiða verði áfram lægri en annarra þrátt fyrir breytingarnar en þar er ekki tekið tillit til þess að hreinorkubílar eru oftast dýrari en sambærilegar bifreiðar af sama stærðarflokki. Þannig er ekki víst að það muni áfram borga sig að vera á rafmagns- eða tvinnbíl. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi misst sjónar á stóru myndinni. Samfélagslegur ábati af orkuskiptum er líklega mun meiri en þær tekjur sem ríkissjóður hefur orðið af vegna þess að sömu gjöld hafi ekki verið lögð á umhverfisvæn ökutæki. Þessar nýju skattaálögur á hreinorkubifreiðar geta dregið úr hvata almennings til að fjárfesta í þeim en það geti leitt til þess að greiða þurfi meira fyrir loftlagskvóta til að standa við Kyoto-bókunina frá 2005. Betra hefði verið að fjármagn rynni til almennings í gegnum ívilnanir frekar en að greiða fyrir loftslagskvóta. Landsbyggðin borgar Hin nýja gjaldtaka getur einnig verið afar íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem þurfa vegna búsetu sinnar, þjónustuþarfar, vinnu eða annars að aka langar vegalengdir. Til dæmis má gera ráð fyrir að einstaklingur sem býr á Akranesi en sækir vinnu í Reykjavík aki um 25.000 km á ári eingöngu til og frá vinnu og er þá ótalinn annar akstur. Stór hluti landsmanna þarf að ferðast langar vegalengdir og er háður því að nota einkabifreið til þess að fara leiðar sinnar. Þrátt fyrir aðvörunarorð Byggðastofnunar fyrir fjárlagafrumvarpið haustið 2022 um að gæta þyrfti að áhrifum kílómetragjalds var ekkert litið til þess við gerð frumvarpsins eða lagasetningarinnar. Þessi lagasetning hefur sérstaklega áhrif á þá sem búa á landsbyggðinni og má því telja skattlagningu sem beint er gegn þeim. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvers vegna ríkisstjórnin beinir aukinni skattheimtu að þessum hópi landsmanna. Í mörg ár hafa margir þeirra þurft að greiða margfalt meira í skatt vegna eldsneytisnotkunar heldur en aðrir sem nota bifreiðar minna. Til hliðsjónar má nefna að í Danmörku og Noregi er brugðist við þessu ójafnræði með skattafrádrætti þeirra sem þurfa að ferðast langt til vinnu. Sú kerfisbreyting að íbúar landsins séu látnir greiða meira eftir því sem þeir aki meira, þó það sé á hreinorkubílum, er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við blómlegar byggðir í landinu. Það sem eftir situr er að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hraða í gegn lögum án þess að taka nokkuð tillit til athugasemda eða þeirra samfélagslegu áhrifa sem þau hafa á landsmenn. Þetta allt er birtingarmynd staðfestingarskekkju sem er sú tilhneiging að sækja í rök sem samrýmast eigin skoðunum og hunsa á sama tíma allt sem farið gæti gegn þeim. Einhvern veginn hélt ég að eftir hrunið værum við bólusett til lengri tíma gegn þessari tilhneigingu, sér í lagi eftir alla þá gagnrýni sem þá átti sér stað um hvernig vinnubrögð stjórnvalda ættu að vera. Miklu einfaldari leið við skattheimtu hefði verið að gæta jafnræðis allra íbúa landsins með ákvörðun um greiðslu tiltekins gjalds á allar bifreiðar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar