Strætó hagnast stórlega á því að brjóta lög Þórir Garðarsson skrifar 28. desember 2023 15:00 Á sex árum, frá 2010 til 2015, sparaði Strætó bs sér 1.100 milljónir króna, framreiknað til verðlags í dag, með því að taka ólögmætu tilboði í strætóakstur. Í tveimur aðskildum dómsmálum hefur Strætó bs verið gert að greiða skaðabætur vegna þessa lögbrots. Með vöxtum nema bæturnar um 600 milljónum króna. Fljótt á litið mætti álykta að Strætó hafi hagnast um 700 milljónir króna eftir að skaðabætur og dráttarvextir hafa verið dregin frá. Svo er þó ekki. Eigendur Strætó – sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – borga bæturnar. Strætó heldur því eftir öllum hagnaðinum af því að taka tilboði sem stóðst ekki kröfur í útboði árið 2010. Það eru umræddar 1.100 milljónir króna. Niðurstaðan er því tóm hamingja fyrir Strætó. Það borgar sig bersýnilega að brjóta lög um opinber innkaup, enda sjá dómstólar til þess að lögbrjótunum sé með engu móti refsað fyrir athæfið. Því síður að sú spilling sem réði athöfnum forráðamanna Strætó bs á sínum tíma hafi nokkrar afleiðingar. Helstu neikvæðu áhrifin er verulega skaddaður trúverðugleiki fyrirtækisins, sem sést á fækkun þeirra sem taka þátt í útboðum á strætóakstri. Fyrirtækin sem töldu sig taka þátt í heiðarlegu útboði fá aðeins hluta af sínu tjóni bætt eftir tíu ára málarekstur. Skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu fá reikninginn fyrir skaðabótunum og dráttarvöxtunum. Forráðamenn Strætó bs hafa ekki einu sinni séð sóma sinn í að biðjast afsökunar á athæfinu þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómstóla. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Strætó Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Á sex árum, frá 2010 til 2015, sparaði Strætó bs sér 1.100 milljónir króna, framreiknað til verðlags í dag, með því að taka ólögmætu tilboði í strætóakstur. Í tveimur aðskildum dómsmálum hefur Strætó bs verið gert að greiða skaðabætur vegna þessa lögbrots. Með vöxtum nema bæturnar um 600 milljónum króna. Fljótt á litið mætti álykta að Strætó hafi hagnast um 700 milljónir króna eftir að skaðabætur og dráttarvextir hafa verið dregin frá. Svo er þó ekki. Eigendur Strætó – sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – borga bæturnar. Strætó heldur því eftir öllum hagnaðinum af því að taka tilboði sem stóðst ekki kröfur í útboði árið 2010. Það eru umræddar 1.100 milljónir króna. Niðurstaðan er því tóm hamingja fyrir Strætó. Það borgar sig bersýnilega að brjóta lög um opinber innkaup, enda sjá dómstólar til þess að lögbrjótunum sé með engu móti refsað fyrir athæfið. Því síður að sú spilling sem réði athöfnum forráðamanna Strætó bs á sínum tíma hafi nokkrar afleiðingar. Helstu neikvæðu áhrifin er verulega skaddaður trúverðugleiki fyrirtækisins, sem sést á fækkun þeirra sem taka þátt í útboðum á strætóakstri. Fyrirtækin sem töldu sig taka þátt í heiðarlegu útboði fá aðeins hluta af sínu tjóni bætt eftir tíu ára málarekstur. Skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu fá reikninginn fyrir skaðabótunum og dráttarvöxtunum. Forráðamenn Strætó bs hafa ekki einu sinni séð sóma sinn í að biðjast afsökunar á athæfinu þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómstóla. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda ehf.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar