Er forysta HSÍ gengin af göflunum? Björn B. Björnsson skrifar 21. desember 2023 11:30 Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Fjármálafyrirtæki HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Björn B. Björnsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun