Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 08:05 Maðurinn hafði falið efnin í farangri og í pakkningum innan klæða. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann kom til landsins með flugi til Keflavíkurflugvallar 20. febrúar 2023. Hann hafði falið efnin í tveimur pakkningum í farangri og svo tveimur pakkningum innan klæða. Maðurinn játaði brot sitt án undandráttar. Um var að ræða 475 töflur af Oxycontin (80 mg), 207 töflur af Mdikinet (60 mg), 966 töflur af Alprazolam Krka, 148 töflur af Stesolid og 174 töflur af Stilnoct sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Oxycontin er verkjalyf, Medikinet örvandi lyf skylt amfetamíni, Stesolid og Alprazolam Krka róandi og kvíðastillandi lyf og Stilnoct svefnlyf. Í dómnum er meðal annars vísað til bréfs frá embætti landlæknis þar sem farið er yfir skaðsemi Oxycontin og andlát þeim tengdum. Fram kemur að magn efnanna sem maðurinn hafi flutt til landsins hafi verið umtalsvert og að um hafi verið að ræða hættuleg efni til söludreifingar. „Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi innflutningsins en hefur hann samþykkt að flytja efnin til landsins. Aðkoma hans er þó ómissandi liður í því ferli að koma efnunum í dreifingu hér á landi.“ Dómari taldi að sakaferill mannsins hefði ekki teljandi þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu sem var talin hæfileg fimmtán mánaða fangelsi. Var ekki alið efni til þess að skilorðsbinda refsinguna líkt og verjandi í málinu hafði krafist. Manninum var jafnframt gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann kom til landsins með flugi til Keflavíkurflugvallar 20. febrúar 2023. Hann hafði falið efnin í tveimur pakkningum í farangri og svo tveimur pakkningum innan klæða. Maðurinn játaði brot sitt án undandráttar. Um var að ræða 475 töflur af Oxycontin (80 mg), 207 töflur af Mdikinet (60 mg), 966 töflur af Alprazolam Krka, 148 töflur af Stesolid og 174 töflur af Stilnoct sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Oxycontin er verkjalyf, Medikinet örvandi lyf skylt amfetamíni, Stesolid og Alprazolam Krka róandi og kvíðastillandi lyf og Stilnoct svefnlyf. Í dómnum er meðal annars vísað til bréfs frá embætti landlæknis þar sem farið er yfir skaðsemi Oxycontin og andlát þeim tengdum. Fram kemur að magn efnanna sem maðurinn hafi flutt til landsins hafi verið umtalsvert og að um hafi verið að ræða hættuleg efni til söludreifingar. „Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi innflutningsins en hefur hann samþykkt að flytja efnin til landsins. Aðkoma hans er þó ómissandi liður í því ferli að koma efnunum í dreifingu hér á landi.“ Dómari taldi að sakaferill mannsins hefði ekki teljandi þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu sem var talin hæfileg fimmtán mánaða fangelsi. Var ekki alið efni til þess að skilorðsbinda refsinguna líkt og verjandi í málinu hafði krafist. Manninum var jafnframt gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira