Spurði „er þetta hann?“ og stakk hann fyrirvaralaust í brjóstið Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 17:09 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Candido Alberto Ferral Abreu hefur hlotið fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hnífi í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira