Spurði „er þetta hann?“ og stakk hann fyrirvaralaust í brjóstið Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 17:09 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Candido Alberto Ferral Abreu hefur hlotið fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hnífi í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira