Hommar eru gæðablóð S. Maggi Snorrason skrifar 20. desember 2023 07:01 Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar