„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 09:03 Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“ Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“
Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira