Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:18 Maciej Jakub Talik játaði að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en bar við sjálfsvörn. Vísir/Vilhelm Maciej Jakub Talik var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á herbergisfélaga sínum að Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Hann stakk Jaroslaw Kaminski fimm sinnum með hnífi en bar fyrir sig sjálfsvörn og fór fram á sýknu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“
Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira