Kynþáttahyggja í stjórn HSÍ Björn B Björnsson skrifar 5. desember 2023 11:31 Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu HSÍ Greiðslumiðlun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun