Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 15:55 Tómas lét spurningarnar dynja á Katrínu, spurði meðal annars hvað það ætti að þýða að auglýsa eftir móður með nafni og mynd? vísir/vilhelm Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Edda hefur hins vegar haldið drengjunum hjá sér og lýsti lögreglan eftir henni í vikunni. Hún var svo handtekin í gær. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra út í mál íslenskrar konu sem var handtekin í gær vegna beiðni norskra yfirvalda. Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í algjöra tímabundna óvissu í Noregi þar sem dómsmál viðkomandi er ekki einu sinni komið á dagskrá,“ sagði Tómas í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins. Það eru að koma jól! Tómas hélt áfram með fyrirspurn sína. Sagði markmið framsalsbeiðninnar það eitt að tryggja að konan, en Tómas nefndi hana ekki á nafn, kæmi fyrir dóm á tilteknum degi sem ekki hafi verið ákveðinn. „Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómssal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómsstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt – það eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas áfram. Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd? Og áfram spurði Tómas, en hann lét spurningahríðina dynja á Katrínu, sem hafði fá svör fram að færa: „Það þarf að tryggja að ekki sé farið í leit að fólki og handtöku þegar ekki liggur fyrir hvenær dómsmálið er á dagskrá í Noregi? Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd ólíkt því sem gengur og gerist þegar auglýst er eftir þeim sem brjóta hegningarlög? Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu offorsi? Hvaða lög er verið að brjóta með því að hýsa drengina í sínu heimalandi?“ Katrín viðurkenndi að hún hefði ekki neinar nákvæmar upplýsingar um hið viðkvæma mál umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hún gerði ráð fyrir því að framsalssamningur milli Íslands og Noregs gilti í þessu máli. En hún ætlaði að kynna sér það betur í ljósi fyrirspurnar Tómasar. Og tók undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Noregur Dómsmál Börn og uppeldi Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Edda hefur hins vegar haldið drengjunum hjá sér og lýsti lögreglan eftir henni í vikunni. Hún var svo handtekin í gær. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra út í mál íslenskrar konu sem var handtekin í gær vegna beiðni norskra yfirvalda. Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í algjöra tímabundna óvissu í Noregi þar sem dómsmál viðkomandi er ekki einu sinni komið á dagskrá,“ sagði Tómas í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins. Það eru að koma jól! Tómas hélt áfram með fyrirspurn sína. Sagði markmið framsalsbeiðninnar það eitt að tryggja að konan, en Tómas nefndi hana ekki á nafn, kæmi fyrir dóm á tilteknum degi sem ekki hafi verið ákveðinn. „Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómssal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómsstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt – það eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas áfram. Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd? Og áfram spurði Tómas, en hann lét spurningahríðina dynja á Katrínu, sem hafði fá svör fram að færa: „Það þarf að tryggja að ekki sé farið í leit að fólki og handtöku þegar ekki liggur fyrir hvenær dómsmálið er á dagskrá í Noregi? Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd ólíkt því sem gengur og gerist þegar auglýst er eftir þeim sem brjóta hegningarlög? Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu offorsi? Hvaða lög er verið að brjóta með því að hýsa drengina í sínu heimalandi?“ Katrín viðurkenndi að hún hefði ekki neinar nákvæmar upplýsingar um hið viðkvæma mál umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hún gerði ráð fyrir því að framsalssamningur milli Íslands og Noregs gilti í þessu máli. En hún ætlaði að kynna sér það betur í ljósi fyrirspurnar Tómasar. Og tók undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
Noregur Dómsmál Börn og uppeldi Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19
Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21
Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55