Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Kveikt var í Kebab House við Hafnargötu í Keflavík í júní árið 2020. Vísir/Þorgils Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað. Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað.
Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira