Svartur föstudagur allt árið um kring Andrés Ingi Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:45 Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana? Þegar hillur verslana fyllast af vörum með miklum afslætti er eðlilega freistandi að stökkva til. En er ekki eitthvað skakkt við efnahagskerfi þar sem það getur verið hagstæðara að kaupa nýjar buxur, ryksugu eða þvottavél, en að láta gera við hlutina sem við eigum nú þegar. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að fólk vilji helst hlaupa til og kaupa nýja hluti – samfélaginu okkar hefur bara verið stillt þannig upp að oft er auðveldari og ódýrari kosturinn sá sem er verstur fyrir umhverfið. Markmiðið hlýtur að vera að gera það auðveldara fyrir fólk að velja umhverfisvæna og skynsama kostinn í hverri stöðu, frekar en að viðhalda ósjálfbæru hagkerfi og skamma fólk fyrir að gera ekki hið ómögulega. Hér er kjörið tækifæri fyrir hið opinbera að stíga fram og hjálpa almenningi: Að einfalda fólki að láta gera við hluti. Með því að styðja fólk til að lengja líftíma hluta með viðgerðum vinna stjórnvöld í átt að eigin skuldbindingum í loftslagsmálum, en hjálpa jafnframt almenningi að taka virkan þátt í grænni umbyltingu samfélagsins. Viljinn er sannarlega til staðar hjá almenningi þó að ríkisstjórnin hafi til þessa nær eingöngu haft hugarflug í að virkja þann vilja með því að hjálpa hluta fólks að kaupa nýja, dýra rafmagnsbíla. Þingflokkur Pírata lagði nýlega leið til að ná þessu í frumvarpi um hringrásarstyrki. Þar leggjum við til að fólk geti fengið endurgreiddan kostnað við viðgerðir á hlutum eins og húsgögnum, raf- og rafeindatækjum, reiðhjólum, fatnaði og skóm. Aðferðafræðin er vel þekkt því þetta hefur verið prófað í nokkrum löndum með góðum árangri. Þannig má nefna að í Frakklandi getur fólk sótt um endurgreiðslu vegna fataviðgerða og undanfarið ár hefur verið hægt að sækja um styrk til endurgreiðslu vegna viðgerða á raftækjum í Austurríki. Hringrásarstyrkir væru einföld leið til að ná mörgum jákvæðum markmiðum; þeir væru góðir fyrir umhverfið og loftslagið, myndu létta pyngjuna hjá neytendum og skapa atvinnu hjá fjölda fólks í viðgerðaþjónustu. Styrkurinn myndi nema helmingi af kostnaði við viðgerð, að hámarki 25 þúsund krónur í hvert skipti og mest 100 þúsund krónur á ári. Hversu miklu meira myndi fólk nýta sér viðgerðarþjónustu ef það gæti fengið góðan afslátt – ekki bara á svörtum föstudögum heldur allt árið um hring? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Neytendur Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana? Þegar hillur verslana fyllast af vörum með miklum afslætti er eðlilega freistandi að stökkva til. En er ekki eitthvað skakkt við efnahagskerfi þar sem það getur verið hagstæðara að kaupa nýjar buxur, ryksugu eða þvottavél, en að láta gera við hlutina sem við eigum nú þegar. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að fólk vilji helst hlaupa til og kaupa nýja hluti – samfélaginu okkar hefur bara verið stillt þannig upp að oft er auðveldari og ódýrari kosturinn sá sem er verstur fyrir umhverfið. Markmiðið hlýtur að vera að gera það auðveldara fyrir fólk að velja umhverfisvæna og skynsama kostinn í hverri stöðu, frekar en að viðhalda ósjálfbæru hagkerfi og skamma fólk fyrir að gera ekki hið ómögulega. Hér er kjörið tækifæri fyrir hið opinbera að stíga fram og hjálpa almenningi: Að einfalda fólki að láta gera við hluti. Með því að styðja fólk til að lengja líftíma hluta með viðgerðum vinna stjórnvöld í átt að eigin skuldbindingum í loftslagsmálum, en hjálpa jafnframt almenningi að taka virkan þátt í grænni umbyltingu samfélagsins. Viljinn er sannarlega til staðar hjá almenningi þó að ríkisstjórnin hafi til þessa nær eingöngu haft hugarflug í að virkja þann vilja með því að hjálpa hluta fólks að kaupa nýja, dýra rafmagnsbíla. Þingflokkur Pírata lagði nýlega leið til að ná þessu í frumvarpi um hringrásarstyrki. Þar leggjum við til að fólk geti fengið endurgreiddan kostnað við viðgerðir á hlutum eins og húsgögnum, raf- og rafeindatækjum, reiðhjólum, fatnaði og skóm. Aðferðafræðin er vel þekkt því þetta hefur verið prófað í nokkrum löndum með góðum árangri. Þannig má nefna að í Frakklandi getur fólk sótt um endurgreiðslu vegna fataviðgerða og undanfarið ár hefur verið hægt að sækja um styrk til endurgreiðslu vegna viðgerða á raftækjum í Austurríki. Hringrásarstyrkir væru einföld leið til að ná mörgum jákvæðum markmiðum; þeir væru góðir fyrir umhverfið og loftslagið, myndu létta pyngjuna hjá neytendum og skapa atvinnu hjá fjölda fólks í viðgerðaþjónustu. Styrkurinn myndi nema helmingi af kostnaði við viðgerð, að hámarki 25 þúsund krónur í hvert skipti og mest 100 þúsund krónur á ári. Hversu miklu meira myndi fólk nýta sér viðgerðarþjónustu ef það gæti fengið góðan afslátt – ekki bara á svörtum föstudögum heldur allt árið um hring? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar