Segir þingið lamað vegna sundrungar innan ríkisstjórnar Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 11:08 Þingmenn ræddi stöðuna á þinginu undir liðnum Fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina óstarfhæfa vegna sundrungar og Alþingi vera lamað fyrir vikið. Bendir þingmaðurinn á því til stuðnings á fá stjórnarfrumvörp hafi komið til þingsins og að það sem af sé hausti hafi þingið einungis afgreitt tvö stjórnarfrumvörp. Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira