Ferðaþjónusta, frá stefnu í aðgerðir Haukur Harðarson skrifar 17. nóvember 2023 14:00 Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grundvelli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. En stefnu fylgja aðgerðir og því skipaði ferðamálaráðherra sjö starfshópa sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024. Nú eru fyrstu tillögur aðgerða frá starfshópunum til umsagnar í samráðsgátt. Þegar tillögur starfshópanna eru rýndar koma að mínu áliti fram sameiginlegar áherslur. Þær eru sjálfbærni, rannsóknir, gögn og greiningar, menntun og gæði, álagsstýring, leyfismál og eftirlit. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur verið þátttakandi í mótun fyrstu tillagna að aðgerðum varðandi hæfni og gæði. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Frestur til þess að skrifa umsögn í samráðsgátt er 23.nóvember 2023. Í framhaldi verður tekið mið af ábendingum sem koma fram við mótun lokatillagna og þær birtar í samráðsgátt. Mikilvægt er að þau sem standa næst atvinnugreininni skoði þær tillögur sem fram eru komnar og móti sér skoðun á þeim. Til að varpa fram ljósi á þær tillögur sem nú eru til umsagnar boða Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar til Menntamorguns í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum sem felast í tillögum hópanna og síðan verður farið dýpra í tillögur varðandi hæfni og gæði. Fundurinn er öllum opinn og nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér. Og í lokinn, það er einfalt að setja inn umsögn í samráðsgátt og viðmótið þægilegt. Þær þurfa ekki að vera umfangsmiklar og formlegar, þær geta snert málið í heild sinni eða einstök atriði og geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum eða hverjum sem er sem vill láta rödd sína heyrast. Höfundur er verkefnastjóri Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grundvelli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. En stefnu fylgja aðgerðir og því skipaði ferðamálaráðherra sjö starfshópa sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024. Nú eru fyrstu tillögur aðgerða frá starfshópunum til umsagnar í samráðsgátt. Þegar tillögur starfshópanna eru rýndar koma að mínu áliti fram sameiginlegar áherslur. Þær eru sjálfbærni, rannsóknir, gögn og greiningar, menntun og gæði, álagsstýring, leyfismál og eftirlit. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur verið þátttakandi í mótun fyrstu tillagna að aðgerðum varðandi hæfni og gæði. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Frestur til þess að skrifa umsögn í samráðsgátt er 23.nóvember 2023. Í framhaldi verður tekið mið af ábendingum sem koma fram við mótun lokatillagna og þær birtar í samráðsgátt. Mikilvægt er að þau sem standa næst atvinnugreininni skoði þær tillögur sem fram eru komnar og móti sér skoðun á þeim. Til að varpa fram ljósi á þær tillögur sem nú eru til umsagnar boða Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar til Menntamorguns í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum sem felast í tillögum hópanna og síðan verður farið dýpra í tillögur varðandi hæfni og gæði. Fundurinn er öllum opinn og nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér. Og í lokinn, það er einfalt að setja inn umsögn í samráðsgátt og viðmótið þægilegt. Þær þurfa ekki að vera umfangsmiklar og formlegar, þær geta snert málið í heild sinni eða einstök atriði og geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum eða hverjum sem er sem vill láta rödd sína heyrast. Höfundur er verkefnastjóri Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun