Niðurlægjandi og meiðandi verknaður ekki bara líkamsárás heldur nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 15:22 Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi mannsins væri ekki einungis líkamsárás heldur líka kynferðisbrot. Vísir/Hanna Maður sem hafði verið dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stinga fingri sínum í endaþarm annars manns hlaut þyngri dóm Í Landsrétti. Ástæðan er sú að Landsréttur telur brot mannsins ekki bara vera líkamsárás, heldur líka nauðgun. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í mars árið 2020. Í dómi héraðsdóms er atburðarás málsins reifuð. Mennirnir hafi verið saman á veitingastað, og síðan fært sig yfir á heimili sakborningsins, nánar tiltekið í herbergi eða bílskúr. Brotaþoli heldur því fram að þar hafi maðurinn haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þar af leiðandi hafi hann ætlað að forða sér, en maðurinn veitt sér eftirför og skotið að honum flugeldum. Maðurinn var síðan ákærður og dæmdur fyrir að elta manninn, ýta honum til jarðar, halda honum niðri og setja fingur í endaþarm hans. Í dómi Landsréttar segir að vafalaust sé að háttsemin sem málið varðar hafi verið niðurlægjandi og meiðandi. „Ekki er skilyrði svo [verknaðurinn] geti talist nauðgun […] að hvatir ákærða hafi verið af kynferðislegum toga. Nægjanlegt er að um hafi verið að ræða athafnir sem almennt séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju,“ segir í dómnum. Þá segir að slá megi því föstu að háttsemi mannsins fallist undir umrædda lýsingu. Maðurinn hlýtur átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, en í héraði var refsingin þrír skilorðsbundnir mánuðir. Jafnframt þarf hann að greiða brotaþola 1,5 milljónir í miskabætur, 1,8 milljónir í áfrýjunarkostnað, og 2,2 milljónir í sakarkostnað í héraði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í mars árið 2020. Í dómi héraðsdóms er atburðarás málsins reifuð. Mennirnir hafi verið saman á veitingastað, og síðan fært sig yfir á heimili sakborningsins, nánar tiltekið í herbergi eða bílskúr. Brotaþoli heldur því fram að þar hafi maðurinn haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þar af leiðandi hafi hann ætlað að forða sér, en maðurinn veitt sér eftirför og skotið að honum flugeldum. Maðurinn var síðan ákærður og dæmdur fyrir að elta manninn, ýta honum til jarðar, halda honum niðri og setja fingur í endaþarm hans. Í dómi Landsréttar segir að vafalaust sé að háttsemin sem málið varðar hafi verið niðurlægjandi og meiðandi. „Ekki er skilyrði svo [verknaðurinn] geti talist nauðgun […] að hvatir ákærða hafi verið af kynferðislegum toga. Nægjanlegt er að um hafi verið að ræða athafnir sem almennt séu til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju,“ segir í dómnum. Þá segir að slá megi því föstu að háttsemi mannsins fallist undir umrædda lýsingu. Maðurinn hlýtur átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm, en í héraði var refsingin þrír skilorðsbundnir mánuðir. Jafnframt þarf hann að greiða brotaþola 1,5 milljónir í miskabætur, 1,8 milljónir í áfrýjunarkostnað, og 2,2 milljónir í sakarkostnað í héraði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira