Rétturinn til sjálfsvarnar Ingólfur Gíslason skrifar 2. nóvember 2023 07:00 Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun