Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 13:18 Stórskotalið og skotfæri fyrir það, skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu. EPA/OLEG PETRASYUK Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn. Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn.
Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30
Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43