Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2023 23:17 Jonaz Rud Vodder vakti athygli tollgæslunnar sem átti eftir að orsaka það að hann var handtekinn og síðan ákærður. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku á leið sinni til Grænlands. Þeir hafa báðir lýst því að þeir hafi lent í vondu veðri á sjónum og að vélin í skútunni hafi bilað. Þess vegna þurftu þeir að vera við Íslandstrendur. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum vegna vandræðanna sem mennirnir lentu í úti á sjó. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þess má geta að lögreglan hafði gert yfirborðsleit á skútunni, en þá var enginn grunur um að stórfellt fíkniefnasmygl væri að eiga sér stað. Svo virðist sem Jonaz hafi þótt grunsamlegur þegar hann kom til landsins frá Danmörku. Tollgæslan ræddi við hann og lögreglan í kjölfarið. Hann gaf lögreglu aðgang að síma sínum og þar af leiðandi komst hún yfir samskipti hans, þar sem fram kom að hann ætti að koma vistum í umrædda skútu. Jonazi var sleppt lausum en var undir smásjá lögreglu. Sími hans var hleraður og náið var fylgst með ferðum bíls hans. Hann gerði það sem lögreglan bjóst við, en það fólst meðal annars í því að kaupa og útbúa vistirnar handa skipverjunum í skútunni. Líkt og áður segir var það þegar annar tvímenninganna fór á gúmmíbát að sækja vistirnar þegar lögregla ákvað að handtaka mennina. Sérstakur veggur í skútunni Fleiri lögreglumenn báru vitni í aðalmeðferð málsins á þriðjudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þeir lýstu til að mynda aðbúnaði í skútunni og sögðust hafa fundið hassið á bak við vegg, sem virtist nýútbúinn og ekki í takti við aðrar innréttingar skútunnar. Poul, einn skipverjanna, lýsti því fyrir dómi að í nokkra daga þar sem hann hafði ekki verið í skútunni, þá hafi leynihólf eða box verið útbúið inni í henni. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa grunað að í leynihólfinu væru fíkniefni. Hann vildi þó ekki ganga svo langt þegar hann bar vitni fyrir dómi, en sagði þó að honum hafi liðið eins og eitthvað illt hafi búið innan í leynihólfinu. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku á leið sinni til Grænlands. Þeir hafa báðir lýst því að þeir hafi lent í vondu veðri á sjónum og að vélin í skútunni hafi bilað. Þess vegna þurftu þeir að vera við Íslandstrendur. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum vegna vandræðanna sem mennirnir lentu í úti á sjó. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þess má geta að lögreglan hafði gert yfirborðsleit á skútunni, en þá var enginn grunur um að stórfellt fíkniefnasmygl væri að eiga sér stað. Svo virðist sem Jonaz hafi þótt grunsamlegur þegar hann kom til landsins frá Danmörku. Tollgæslan ræddi við hann og lögreglan í kjölfarið. Hann gaf lögreglu aðgang að síma sínum og þar af leiðandi komst hún yfir samskipti hans, þar sem fram kom að hann ætti að koma vistum í umrædda skútu. Jonazi var sleppt lausum en var undir smásjá lögreglu. Sími hans var hleraður og náið var fylgst með ferðum bíls hans. Hann gerði það sem lögreglan bjóst við, en það fólst meðal annars í því að kaupa og útbúa vistirnar handa skipverjunum í skútunni. Líkt og áður segir var það þegar annar tvímenninganna fór á gúmmíbát að sækja vistirnar þegar lögregla ákvað að handtaka mennina. Sérstakur veggur í skútunni Fleiri lögreglumenn báru vitni í aðalmeðferð málsins á þriðjudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þeir lýstu til að mynda aðbúnaði í skútunni og sögðust hafa fundið hassið á bak við vegg, sem virtist nýútbúinn og ekki í takti við aðrar innréttingar skútunnar. Poul, einn skipverjanna, lýsti því fyrir dómi að í nokkra daga þar sem hann hafði ekki verið í skútunni, þá hafi leynihólf eða box verið útbúið inni í henni. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa grunað að í leynihólfinu væru fíkniefni. Hann vildi þó ekki ganga svo langt þegar hann bar vitni fyrir dómi, en sagði þó að honum hafi liðið eins og eitthvað illt hafi búið innan í leynihólfinu.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira