Sex mánaða skilorð fyrir hundrað byssur og 34 þúsund skot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 13:20 Dómur Landsréttar féll í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var gripinn með tæplega hundrað byssur og 34 þúsund byssuskot í vörslum sínum. Hann taldi geymslu vopnanna fullnægjandi. Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins. Dómsmál Skotvopn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins.
Dómsmál Skotvopn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira