Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 15:01 Jim Jordan, reynir í dag að tryggja sér embætti þingforseta. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins en hann dró framboð sitt til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Hann fékk ekki atkvæði um fimmtíu þingmanna en í kjölfar þess fóru bandamenn hans í umfangsmikla herferð til að bæta stöðuna. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Í frétt New York Times segir að þetta minni á aðferðir Jordans og annarra bandamanna hans, sem þeir hafa beitt á undanförnum árum til að draga Repúblikanaflokkinn lengra til hægri og sömuleiðis á aðferðir Trumps. Þessar aðferðir hafi sömuleiðis leitt til núverandi krísu Repúblikanaflokksins, þar sem fámennur hópur fjarhægri Repúblikana hafi tekist að velta þingforsetanum úr sessi og valdið óreiðu í þingflokknum. JORDAN IN TROUBLEThere are somewhere between a dozen and 20 something no votes on Jordan s candidacy to be speaker. Lawmakers tell us they ll drop off if he doesn t win on first ballot. We have a deeply reported list on who is in play, who is out as Jordan tried to reach — Jake Sherman (@JakeSherman) October 17, 2023 Óljóst hvort Jordan hafi nægan stuðning Einungis fimm af 221 þingmanni Repúblikanaflokksins þurfa að neita að gefa Jordan atkvæði sitt til að hann nái ekki að tryggja sér embættið. Sé mið tekið af greiningum fjölmiðla vestanhafs er útlit fyrir að tíu til tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins ætli ekki að veita Jordan atkvæði. Mjög litlar líkur eru á því að nokkur Demókrati muni veita Jordan atkvæði. Í frétt Punchbowl News segir að meðal þeirra séu þingmenn sem styðji enn McCarthy og séu reiðir yfir því hvernig Jordan og hans bandamenn komu fram við Scalise. Einnig eru þingmenn sem eru ósáttir við viðhorf Jordans til kosninganna 2020, en hann hefur stutt Trump dyggilega í þeirri lygi að hann hafi tapað kosningunum vegna umfangsmikils svindls. Jordan tók einnig virkan þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna og hefur dreift samsæriskenningum og lygum um kosningarnar. Þingkonan Mariannette Miller-Meeks las upp lista á þingflokksfundi Repúblikana í gær yfir þingmenn sem höfðu gagnrýnt hana og aðra Repúblikana og kvartaði hún yfir þrýstiherferð Jordans og bandamanna hans. Fréttakona CNN hefur tekið saman lista yfir þingmenn Repúblikanaflokksins sem hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að veita Jordan atkvæði og yfir þá sem hafa ekki ákveðið sig eða sagt frá afstöðu. Ahead of speaker vote: FIRM NO:Don BaconMike LawlerMike KellyCarlos GimenezMario Diaz Balart LEANING NO:Ken BuckVictoria SpartzSteve WomackMarianette Miller-Meeks UNDECIDED/NOT SAYING: Young KimJohn RutherfordJuan CiscomaniTom Kean JrABSENT:Gus Bilirakis— Annie Grayer (@AnnieGrayerCNN) October 17, 2023 Greiða mögulega oft atkvæði Hvort þingmennirnir standi við stóru orðin verður að koma í ljós. Jordan hefur gefið til kynna að hann ætli að tryggja að nokkrar atkvæðagreiðslur fari fram í dag. Afstaða þingmanna gæti breyst í ljósi þess hvernig fyrsta atkvæðagreiðslan fer, ef við gefum okkur að Jordan nái ekki kjöri í henni. Jordan og bandamenn hans vilja láta reyna á það að þingmenn sem styðji hann ekki óttist grasrót Repúblikanaflokksins og að þeir verði settir til hliðar í næsta forvali. Atkvæði verða greidd í stafrófsröð og þrír af þeim þingmönnum sem segjast ætla að segja nei eru mjög ofarlega í röðinni. Það gæti einnig haft áhrif á aðra þingmenn, fái Jordan þrjú nei frá allra fyrstu þingmönnunum. Þingfundurinn á að hefjast klukkan fjögur í dag og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ekki er víst að atkvæðagreiðslan hefjist um leið og þingfundurinn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Tengdar fréttir Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. 13. október 2023 07:21 Tilnefna Steve Scalise Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise. 11. október 2023 19:00 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins en hann dró framboð sitt til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Hann fékk ekki atkvæði um fimmtíu þingmanna en í kjölfar þess fóru bandamenn hans í umfangsmikla herferð til að bæta stöðuna. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Í frétt New York Times segir að þetta minni á aðferðir Jordans og annarra bandamanna hans, sem þeir hafa beitt á undanförnum árum til að draga Repúblikanaflokkinn lengra til hægri og sömuleiðis á aðferðir Trumps. Þessar aðferðir hafi sömuleiðis leitt til núverandi krísu Repúblikanaflokksins, þar sem fámennur hópur fjarhægri Repúblikana hafi tekist að velta þingforsetanum úr sessi og valdið óreiðu í þingflokknum. JORDAN IN TROUBLEThere are somewhere between a dozen and 20 something no votes on Jordan s candidacy to be speaker. Lawmakers tell us they ll drop off if he doesn t win on first ballot. We have a deeply reported list on who is in play, who is out as Jordan tried to reach — Jake Sherman (@JakeSherman) October 17, 2023 Óljóst hvort Jordan hafi nægan stuðning Einungis fimm af 221 þingmanni Repúblikanaflokksins þurfa að neita að gefa Jordan atkvæði sitt til að hann nái ekki að tryggja sér embættið. Sé mið tekið af greiningum fjölmiðla vestanhafs er útlit fyrir að tíu til tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins ætli ekki að veita Jordan atkvæði. Mjög litlar líkur eru á því að nokkur Demókrati muni veita Jordan atkvæði. Í frétt Punchbowl News segir að meðal þeirra séu þingmenn sem styðji enn McCarthy og séu reiðir yfir því hvernig Jordan og hans bandamenn komu fram við Scalise. Einnig eru þingmenn sem eru ósáttir við viðhorf Jordans til kosninganna 2020, en hann hefur stutt Trump dyggilega í þeirri lygi að hann hafi tapað kosningunum vegna umfangsmikils svindls. Jordan tók einnig virkan þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna og hefur dreift samsæriskenningum og lygum um kosningarnar. Þingkonan Mariannette Miller-Meeks las upp lista á þingflokksfundi Repúblikana í gær yfir þingmenn sem höfðu gagnrýnt hana og aðra Repúblikana og kvartaði hún yfir þrýstiherferð Jordans og bandamanna hans. Fréttakona CNN hefur tekið saman lista yfir þingmenn Repúblikanaflokksins sem hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að veita Jordan atkvæði og yfir þá sem hafa ekki ákveðið sig eða sagt frá afstöðu. Ahead of speaker vote: FIRM NO:Don BaconMike LawlerMike KellyCarlos GimenezMario Diaz Balart LEANING NO:Ken BuckVictoria SpartzSteve WomackMarianette Miller-Meeks UNDECIDED/NOT SAYING: Young KimJohn RutherfordJuan CiscomaniTom Kean JrABSENT:Gus Bilirakis— Annie Grayer (@AnnieGrayerCNN) October 17, 2023 Greiða mögulega oft atkvæði Hvort þingmennirnir standi við stóru orðin verður að koma í ljós. Jordan hefur gefið til kynna að hann ætli að tryggja að nokkrar atkvæðagreiðslur fari fram í dag. Afstaða þingmanna gæti breyst í ljósi þess hvernig fyrsta atkvæðagreiðslan fer, ef við gefum okkur að Jordan nái ekki kjöri í henni. Jordan og bandamenn hans vilja láta reyna á það að þingmenn sem styðji hann ekki óttist grasrót Repúblikanaflokksins og að þeir verði settir til hliðar í næsta forvali. Atkvæði verða greidd í stafrófsröð og þrír af þeim þingmönnum sem segjast ætla að segja nei eru mjög ofarlega í röðinni. Það gæti einnig haft áhrif á aðra þingmenn, fái Jordan þrjú nei frá allra fyrstu þingmönnunum. Þingfundurinn á að hefjast klukkan fjögur í dag og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ekki er víst að atkvæðagreiðslan hefjist um leið og þingfundurinn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Tengdar fréttir Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. 13. október 2023 07:21 Tilnefna Steve Scalise Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise. 11. október 2023 19:00 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. 13. október 2023 07:21
Tilnefna Steve Scalise Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise. 11. október 2023 19:00
Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4. október 2023 13:32
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32